Í boði IMF voru Tamílar upprættir....

En það kostaði stjórnvöld 2,6 milljarða dollara sem Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að lána þeim. Ég veit ekki hvort vextirnir séu eins „góðir“ og hjá okkur en á pappírunum heitir þetta „Endurreisn“ landsins eftir átök. Sjá hér og hér. Þessi „Endurreisn“  fól ma. í sér að myrða þúsundir þegna landsins sem bjuggu á átakasvæðunum. En IMF er að „endurreisa“. Rétt eins og hér nema hingað til hafa fáir misst lífið. Bara atvinnuna, húsið sitt og ævisparnað.

Það ætti engum að leynast að starfssemi IMF byggir ekki á góðmennsku eða hjálparhugsjónum. ALLIR stórir bankar alveg eins og blóðsugubankarnir íslensku starfa ekki út frá því að lána og hirða af því vexti eins og flestir halda. Þeir starfa út frá því að BÚA TIL SKULDIR. Þessar skuldir eru ekki bara eign þeirra og ástæða til að geta lánað meira (og þannig búið til meiri skuldir og meiri hagnað) heldur um leið stjórntæki. Með láninu til stjórnvalda í Sri Lanka gerist það sama og hér. IMF hefur ítök og áhrif á allar ákvarðanatökur þeirra sem eru við völd. Áhrif á hvort einkavæða eigi samfélagsþjónustuna (HS veitur-orka).  Þessir bankar starfa útfrá því að gera þig sem einstakling eða þjóð að skuldaþræl og sig að áskrifanda tekna þinna. Hér eru útskýringar IMF gagnvart Íslandi.

Hér hefur ekkert breyst. Sömu félagarnir og unnu hlið við hlið í fjármálasukkinu skipa nú skilanefndir og ráðgjafastöður um leið og brennuvargarnir vinir þeirra og góðgerðamenn plotta um framhaldið. Enn eru afkvæmi stjórnmálamanna og vildarvinir flokksins ráðnir í óauglýstar, jafnvel óþarfar möppudýrastöður og látið er eins og allt gangi sinn vanagang meðan fólk er á vergangi og eignaupptakan framundan sé svo hrikaleg að eigi sér ekki hliðstæðu.

Finnist þér þetta óraunhæft bull  gefðu þér tíma til að skoða þetta.



height="344">
mbl.is Leiðtogi Tamíla handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.