Skilja bara útlendingar glæpinn?

Auðvita eru bretar að rannsaka bankaglæpamennina. Þeir tala við fyrrverandi starfsmenn viðskiptavini og fjárfesta. Hér á Íslandi eru glæpamennirnir beðnir um að kíkja í kaffi þegar þeim hentar til að spjalla um málið og útskýra sína hlið. Svo verður gefin út þykk og útbelgd skýrsla með lokaniðurstöðunni að þeir hafi farið óvarlega og þetta megi ekki koma fyrir aftur. Hins vegar sé ekki nægilega skýr lagaákvæði til að ákæra. Amen.

Kæmi mér ekki á óvart að breskir sérsveitarmenn yrðu sendir til að sækja siðleysingjana.


mbl.is Rannsaka íslensku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega er ég orðin svekkt og vonlaus með þetta allt saman.  Eru langflestir alþingismenn okkar fífl eðaer þeim alveg sama um almenning í landinu.  Og hvað gerum við svo?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég spái norskum og dönskum óeirðalögreglumönnum í aukavinnu hér í haust. Og sprunginni ríkisstjórn og kaos. Nema eitthvað áþreifanlegt fari að gerast.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.8.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband