Brunaútsala auðlinda Íslands er hafin!

„Þessi fyrirhuguðu kaup GGE eru nefnilega fjármögnuð með erlendu fjármagni.“ Þetta byrjar sakleysislega. Hitaveitu Suðurnesja er skipt í tvö hlutafélög HS veitur og HS orku. Þú færð reikninga frá báðum fyrirtækjunum. Einn fyrir framleiðslu á heitu vatni og annan fyrir flutning á vatninu til þín. Samanlagt eru þessir reikningar hærri en þeir voru hjá Hitaveitu Suðurnesja en bara lítillega í byrjun svo enginn röfli. Næsta skref er svo einkavinavæðingin. Sem fer þannig fram að Geysir Green Energy fær að kaupa stóran hlut með svona fiffi eins og smá útborgun og svo skuldabréf tryggt með veði í sjálfu sér og eignarhlutur GGE í hinu hlutafélaginu HS veitum metið á 4 milljarða tekið upp í greiðsluna.  GGE er svo með erlendan fjárfesta sem er tilbúinn til að borga þeim margfalt til baka fyrir að koma þeim að mjólkurkúnni. Allir græða og allir eru happy. Nema neytendur sem koma til með að borga þessi kaup með hækkandi reikningum.

Þetta er sem sagt byrjað. Það sem menn vöruðu við að myndi gerast með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að bankahruninu. Auðlindir landsins lenda í höndunum á erlendum auðhringum og þegar sú yfirtaka verður orðin fullkomnuð byrjar okkur að blæða fyrir alvöru. Hvet alla til að gefa sér tíma í myndböndin hér fyrir neðan.


mbl.is Fréttaskýring: Einkavæðing HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já nú er þetta að verða búið - nema við stöndum í afturlappirnar og GERUM EITTHVAÐ Í OKKAR MÁLUM STRAX!

Þór Ludwig Stiefel TORA, 30.6.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Svo hefur maður verið sakaður um svartsýnishjal

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Svo ekkert fari á milli mála Ævar þá er ég að taka undir orð þín Ævar með athugasemdinni minni hér að ofan. Þú hefur e.t.v. áttað þig á því án þessa neðanmálstexta.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2009 kl. 02:06

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já Rakel, þeir sem gagnrýndu og vöruðu við þenslu bankanna voru einmitt kaffærðir með því að þetta væri svartsýnisraus og öfund. Það er enn verið að beita þeirri aðferð til að þagga niður í fólki.

Ævar Rafn Kjartansson, 1.7.2009 kl. 14:25

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Því miður og það sorglegasta er að það virkar enn á ótrúlega marga

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband