29.6.2009 | 15:49
Er ekki spurningin um að geta greitt.
Í fyrsta lagi og virðist skorta gríðarlega á skilning ráðamanna á því, höfum við landsmenn engar upplýsingar í höndunum né mat hlutlausra sérfræðinga á eignasafni Landsbankans, hvað fellur í hlut íslenska ríkisins og hvað fer til annarra sem eiga kröfur í þetta glæpamál. Þessi ríkisstjórn ætlar að þumbast með málið áfram án þess að gera það í sátt við þjóðina. Hvort að það sé nauðsynlegt eða ekki að láta kúga sig svona er eitt mál. Annað hvernig ríkisstjórn tekur á því og kynnir fyrir þjóðinni. Þar hefur hún fallið á prófinu á sama hátt og skjaldborgin sem hún lofaði heimilum og fyrirtækjum landsins virðist vera skjaldborg um bankana og lífeyrissjóðina.
Alþingi á að fella þennan samning og fara fram á annan eins og Jón Daníelsson hagfræðingur heldur fram. Vaxtalausan samning þar sem við tökum á okkur aukið hlutfall höfuðsstóls skuldarinnar. Og afborganir fari aldrei yfir 1% af landsframleiðslu. Ákvæðið um að ekki sé hægt að leita til dómsstóla geur ekki verið löglegt og er engri siðaðri þjóð sæmd í að setja slík skilyrði. Að skrifa undir slíkan samning jafnast á við landráð að mínu mati. Auðvitað eigum við að skrifa undir samning til að koma þessu frá en með þeim fyrirvörum að við ætlum að láta dómsstóla skera endanlega úr um málið.
Allt annað er gungu- og sleykjuskapur við þjóðir sem hafa árhundraða reynslu af því að kúga minni þjóðir. Hver væri landhelgi okkar í dag ef við hefðum tekið svona á því þegar bretar sendu herskip á fiskimiðin okkar? Hver vann þær orustur?
Getum staðið við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HEYR!
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 15:54
Nákvæmlega. Þetta er ekki spurning um að standa ekki við skuldbindingar okkar, heldur spurning um að samþykkja ekki þennan ömurlega samning. Jón Daníelsson og Tryggvi Þór hafa verið einmitt á þessari línu.
Neitum þessu og förum fram á lægri vexti og tryggt hámark á upphæð. Annað er bara auð ávísun til fjandsamlegra þjóða á borð við Breta helvítin. Slíkt má alls ekki gerast, í dag á maður að spila vörn, þétta vörn í stað þess að gefa bara boltann eitthvað og vona það besta.
Sigurjón Sveinsson, 29.6.2009 kl. 16:04
Góð skrif hjá þér og er ég alveg sammála þér
Bestu kveðjur
Matti gamli skólafélaginn þinn úr eyjum.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.6.2009 kl. 19:06
Alveg hreint frábær færsla hjá þér
Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 19:25
Sæll Matti. Gaman að sjá þig hér. Var að lesa síðustu færsluna þína í kjölfarið og ég er einmitt að vinna í grein um AGS og Bólivíu sem kemur inn á það sama. Við ættum nú að taka kaffibolla saman við tækifæri.
Ævar Rafn Kjartansson, 29.6.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.