26.6.2009 | 13:13
Kettlingur semur við geðstirt ljón.
Í hádegisfréttum í dag líkti Jón Daníelsson hagfræðingur í London íslensku samninganefndinni og þeirri ensku við knattspyrnulið Gróttu á móti Manchester United. Allir viti hvernig sá leikur fer. Hann skoraði á Alþingi að fella samninginn og semja upp á nýtt. Þrátt fyrir það sagði hann að það hefði verið nauðsynlegt að skrifa undir hann á sínum tíma. Forsendur væru gjörbreyttar frá því sl. haust. Íslendingar ættu að taka á sig hærri höfuðstól en án allra vaxta.
Nú hef ég heyrt menn spá því að ef Alþingi samþykkir ekki samninginn megi búast við að Evran fari jafnvel upp í 2000 krónur. Ég er ekki hæfur til að meta hvort sé rétt eða að þessi nauðungarsamningur sé nauðsynlegur enda erum við í myrkri með hvað liggur á bakvið eignir Landsbankans auk þess að það var bankinn en ekki þjóðin sem efndi til þessara skuldbindinga. En samningurinn hreppir þjóðina í þrældóm og ég spái því að yfir 50.000 manns forði sér undan því oki. Ég get hvorki séð að Jóhanna né Steingrímur eða einhver annar sem komu að Iceslave samningnum hafi farið með glans frá honum.
Jóhanna glansaði á prófinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
"Þegar kettlingurinn er króaður af breytist hann í tígrisdýr." Þetta sagði einhver rússneskur pólitíkus fyrir nokkrum árum (man ekki lengur tilefnið).
Samlíkingin í fyrirsögninni er góð. Spurning hvort við eigum ekki til ærlega menn með bein í nefinu. Menn sem vilja standa með þjóð sinni en ekki gegn. Menn sem geta breyst í tígrisdýr.
Haraldur Hansson, 26.6.2009 kl. 13:47
Ja ég lýsi þá eftir þeim ekki seinna en strax.
Ævar Rafn Kjartansson, 26.6.2009 kl. 13:58
mínar hugmyndir eru að handtaka björgólf og vini hans sem komu okkur í þessa aðstöðu til að byrja með, og gera ALLAR EIGUR þessara manna upptækar upp í icesave skuldirnar. og ég vill sjá það verða næstu fyrirsagnir í fréttum næsta mánuðinn eða svo.
GunniS, 27.6.2009 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.