Er hann arkitekt spillingarinnar?

Finni Ingólfssyni tókst sem áhrifamiklum stjórnmálamanni að stýra heilum banka í eign sjálfs síns og félaga. Ma. með blekkingum um að þýskur banki væri meðal kjölfestufjárfesta.  Bankinn reyndist svo skúffufyrirtæki. Hann sölsaði svo undir sig og viðskiptafélaga VÍS á undirverði, Frumherja og reyndi að kaupa Aðalskoðun en með því hefði hann haft einokun á bílaskoðunum. Góðvinur hans og spillingarbróðir Alfreð Þorsteinsson seldi Finni alla mæla Orkuveitunnar á um 200 milljónir sem Finnur rukkar svo 200 milljónir á ári leigu fyrir. Ekki slæmur buisness. Sennilega hefur Finnur aldrei þurft að leggja út fyrir neinu af þessum viðskiptum sínum heldur fengið lán með veðum í hlutabréfum eins og hinir snillingarnir. En það sem alvarlegast við gjörðir hans og hinna sem ég leyfi mér að kalla þjófanna er umgengni þeirra um lífeyrissjóðina og ekki síst hvernig þeir misnotuðu eignir Samvinnutrygginga:

„Eignir Samvinnutrygginga voru um tíma miklar. Um mitt ár 2007 var tekin ákvörðun um að slíta tryggingafélaginu og greiða rúmlega 50 þúsund fyrrverandi tryggingatökum fyrir eignarhlut sinn í félaginu, þ.e. þeim sem áttu rétt til þess. Utan um skuldbindingar félagsins var stofnað fjárfestingafélag, Gift, og var eigið fé þess um 30 milljarðar þegar ákvörðun um slit var tekin“. Úr Mbl.is  22.5.2009

Hvað var það sem gerði Finni leyfilegt að nota þetta fé fyrir sig? Jú, þetta var fé án hirðis. Og Finnur fundvís á það.Ég fullyrði að Finnur sé einn aðalarkitektinn af viðskiptasiðferðisleysissoranum sem hér fékk að grassera eins og arfi í saur. Ef hann er eitthvað ósáttur við þessa útnefningu þá kærir hann mig bara.

Fjölmiðlar láta okkur fá í smáskömmtum mola og mola um brot þessarra manna gagnvart samfélaginu. Engin alvöru rannsóknarmennska hefur td. farið fram um umsvif og tengsl þessarrar fámennu klíku og vinnubrögðin sem þoldu ekki dagsbirtu. Lára Hanna Einarsdóttir, Eyjan Hvítbók og Tíðarandinn hafa staðið sig vel í fylla þetta skarð upplýsinga frá hefðbundnu fjölmiðlunum

 Segir leitun að spilltari stjórnmálamanni

Fyrirtæki Finns

Fleiri fyrirtæki hans

Aðkoman í REI

Grein eftir Sverri Hermannsson um Finn og félaga.


mbl.is Langflug gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég hef alltaf haft illan bifur á Finni Íngólfssyni.  Ég hef aldrei skilið hvernig maður með svona ljóta áru hafi komist á þing.

Offari, 23.6.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Það eru svo ótrúlega kolrangar rangfærslur í þessu bloggi að ég veit ekki hvar ég á að byrja.

1. Blessuðu mælarnir hjá OR voru seldir árið 2001 ef ég man rétt. Það er einhverjum 5-6 árum áður en Finnur kemur að Frumherja. Var þetta gert vegna kröfu frá einhverri eftirlitsstofnuninni.

2. Finnur Ingólfsson átti aldrei neitt að ráði í VÍS, hann var hinsvegar forstjóri félagsins um tveggja-þriggja ára skeið og reif félagið upp.

Þetta held ég að séu helstu ádeilurnar þínar, algjörlega órökstuddar. Finnur hefur eflaust gert eitthvað einhverntíman sem er á mörkunum en þetta tvennt er ekki dæmi um það.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 23.6.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Bankinn var ekki skúffufyrirtæki í þeirri skilningu orðsins heldur bara lítill þýskur banki. Og BI kom aldrei fram í efnahagsreikningum hans sem eign. Sem segir allt sem segja þarf.

En Finnur Ingólfsson er að mínu mati leiðarljósið að þeirri spillingu og siðleysi sem tröllreið öllu hér í "uppsveiflunni". Það eru því akkúrat engin tár, og engin meðaukmvun, sem ég finn hjá mér þegar veldi hans riðar til falls. Karma heitir það þegar illur fengur illa forgengur.

Sigurjón Sveinsson, 23.6.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Snæþór, það er rétt að Finnur átti ekki mikið í Vís og ég leiðrétti það í færslunni enda meinti ég hann og viðskiptafélagar.  Mælana hjá OR hef ég heimildir héðan.

Þetta eru ekki helstu atriðin hjá mér heldur td. sala bankanna og aðkoma hans að því og hvernig hægt var að stela 30 milljörðum (Gift) og eyða eins og um eigið fé væri að ræða. Þar var Finnur einn leikenda. Hvort ábyrgðin þar um sé hans veit ég ekkert um en það skýrist væntanlega þegar þessi félög verða rannsökuð.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 12:38

5 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Kommentaði óvart hér að ofan undir nafni íþróttafélags í vinnunni :-)

Ævar, ekki trúi ég því að þú lítir á þessa blessuðu hvítbók.vg sem vef ætlaðan til heimildanotkunar. Vef sem skv. þessari frétt sem þú linkaðir á hneykslast á því að bifreiðaeigendur séu skikkaðir til þess að mæta með bílana sína í skoðun. Skoðun er jú til þess ætluð að tryggja öryggi þeirra sem nota bílinn auk annarra vegfarenda. Ef menn vilja ekki versla við Frumherja nú þá fara þeir bara til annars skoðunarfyrirtækis. Þetta er ekkert flókið mál.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 23.6.2009 kl. 13:47

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Snæþór: Ég er ekki að halda því fram að Hvítbók sé 100% ábyggileg heimild enda virðist ekkert í tilverunni ógjaldfallið hvort sem við erum að tala um traust eða annað. Og það getur líka vel verið að bæði Finnur og aðrir sem ég tel ábyrga fyrir hruni þjóðfélagsins hafi starfað innan ramma laganna. En þá hefur tvennt verið að: Lagaramminn og siðferði umræddra manna.

Eyddi út hinu kommentinu.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 14:21

7 Smámynd: Friðvin Guðmundsson

“Finnur var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi sjávarútvegsráðherra 1983-1987. Aðstoðarmaður Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987-1991. Finnur útskrifaðist sem hagfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1984. Finnur var kosinn á þing í alþingiskosningunum 1991 og sat í tvö kjörtímabil til 1999. Hann var skipaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Einkavæðingarstjórninni. Finnur var skipaður Seðlabankastjóri frá 1. janúar 2000 til 5 ára, en lét af störfum í september 2003” en þá var hans hlutverki lokið sem opinber starfsmaður þar sem hann var búin að skapa umhverfi í íslenku efnahagslífi til að hagnast persónulega. Síðar kom svo í ljós að persónulegur hagnaður Finns var borgaður af íslenskum almenning.

Friðvin Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 14:26

8 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Takk fyrir þetta Ævar.

Það er að ég held alveg rétt hjá þér að siðferðinu og lagarammanum hafi verið verulega verulega ábótavant og að allt of margir hafi nýtt sér það. Þar á meðal hugsanlega umræðuefni þessa bloggs.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 23.6.2009 kl. 14:37

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fyndnust eru athugasemdir Snæþórs.

Finnur Bárðarson, 23.6.2009 kl. 16:33

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér er viðtalið í Mannamáli við Finn Ingólfs, Ævar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.6.2009 kl. 18:43

11 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk Lára fyrir þetta. Viðtalið er efni í heila grein en hann segir ma. „og steig fyrstu skrefin í einkavæðingu bankanna. Hitt sem var umdeilt en ég sé ekki eftir því að hafa gert var forsenda fyrir, lagði grunninn að þeirri útrás sem bæði bankarnir og íslensk fyrirtæki hafa staðið fyrir í dag“.  Þá vitum við það. Annars er viðtalið svolítið drottningarlegt og Finnur fær að gera Sverri Hermannsson að aðalumræðuefninu þegar talið berst að spillingarásökunum á sig.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband