Ég á þingmann!

Allt frá því að ég kaus fyrst hef ég alltaf haft það sem leiðarljós af kjósa þann flokk sem mér leist best á. Það hefur komið fyrir að ég hef af þeim sökum þurft að skila auðu. Í þar síðustu kosningum gat ég greitt Íslandshreyfingunni atkvæði mitt. Núna á Samfylkingin hreyfinguna og Borgarahreyfingin fékk atkvæðið. Nánar tiltekið Þór Saari. Hann er sem sagt þingmaðurinn minn. Og í fyrsta skipti á ævinni upplifi ég það AÐ EIGA ÞINGMANN! Mína eigin rödd á þingi. Í fyrsta sinn í öll þessi ár! Þingmann sem fer eftir SINNI sannfæringu ekki flokkslínu. Þingmann sem þurfti ekki fatastyrki frá flokknum og ímyndarsérfræðing til að fá atkvæði fólksins. Þingmann sem er ekki á kafi í pólitískum hrossakaupum. Ég semsagt get með góðri samvisku sagt að ég hafi kosið rétt. Loksins! Ræða Þórs í utandagskrárumræðum 18. júní 2009
mbl.is Ástralska þingið ekki barnvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er þér alveg sammála. Birgitta er minn þingmaður

Brjánn Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Ég kaus Borgarahreyfinguna í þetta sinn og sé sko EKKI eftri því, held að ég hafi aldrei notað atkvæðið mitt betur.

Var reyndar dálítið efins með Birgittu en það vöru sko óþarfa áhyggjur því hún hefur reynst einn besti þingmaður sem við höfum í dag.

Sigurður Ingi Kjartansson, 19.6.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sigurður Ingi, ég skil vel að þú hafir haft efasemdir með Birgittu. Hún á það nefnilega sameiginlegt með mér að segja það sem hún er að hugsa og meina. Ég veit um fullt af fólki sem heldur að ég sé kjáni. Sama á við um hana. Kannski erum við of opinská. En gagnvart fólki sem þekkir okkur höfum við bæði sannað okkur. Hún núna síðast á nýju sviði þar sem ég treysti henni til að vera tilfinningar Íslendinga jafnmikið og samviska.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Fríða Eyland

 Þú kaust rétt ég öfunda þig smá 

Ég verð að játa mig seka um að hafa ekki nýtt atkvæðisréttinn minn í nýliðnum kosningum, komst ekki á kjörstað vegna blankheita hefði að lágmarki kostað vikuaura og kosið XO ...

En það er liðin tíð og ekki þýðir að röflaum það hér, það ég ætlaði að seigja er að undanfarnar kosningar hef ég þó alltaf mætt en aldrei kosið neitt eins og þú hafði ég ekkert val, flokkakerfið fór alltaf í taugarna á mér. Tók aftur á móti þátt í prófkjörum hjá nokkrum flokkum, reyndi að velja eftir tiltrú á persónur. Tók mig mörg ár að átta mig á hvurslags trúarbrögð flokkarnir stunda og hvernig þingmenn taka breytingum, dáleiðsla var það eina sem kemur til greina...

Fríða Eyland, 20.6.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband