Græddi meira en 20 milljónir.

Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán frá KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir króna árið 2005 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Björn Ingi seldi hlutabréfin í bankanum og græddi meira en 20 milljónir. Lesa meira.

Góður bísness: Finnur Ingólfsson með haustak á þér

Áhugaverð frétt í DV á dögunum upplýsti hvernig Alfreð Þorsteinsson seldi vini sínum og vopnabróður Finni Ingólfssyni í Frumherja allt mælakerfi Orkuveitunnar þegar Don Alfredo var stjórnarformaður OR. Nú leigir OR þessa sömu mæla af Frumherja og borgar 200 milljónir á ári. Sú upphæð er nálægt kaupverðinu svo varla þarf hagfræðing til að sjá að þetta var horngrýti góður bisness.

Þessu til viðbótar var samþykkt um nýliðin áramót að Frumherji má rukka bíleigendur um 15 þúsund kall ef þeir koma mánuði of seint með drusluna í skoðun. Áður var látið nægja að tvöfalda skoðunargjaldið eða þar um bil. Þetta ætti að tryggja Finni Ingólfssyni og félögum hans í Frumherja reglulegt tekjuflæði alla mánuði ársins og má vel dást að útsjónarsemi mýrdælska sveitapiltsins. Einhver skósveinn í myrkviðum ráðuneytis hefur þurft að leggja krafta sína fram við að koma þessari breytingu á og launa þannig flokknum stöðuveitinguna forðum.

Á meðan þjóðin sveltur, svitnar og grætur undan kreppunni situr Finnur Ingólfsson nokkuð tryggur uppi í Frumherja og peningar streyma til hans eftir lögboðnum leiðslum úr vösum allra sem eiga bíl og allra sem nota hita og rafmagn. Svona vinnur hinn raunverulegi Framsóknarflokkur að því að tryggja hag sinna bestu manna. Þú kemst aldrei undan Finni. Hann er með haustak á þér.

Þetta er úr tveimur greinum á Hvítbók.vg. Við erum að tala um tvo stjórnmálamenn sem buðu sig fram til að þjóna hagsmunum þjóðarinnar eða hvað? En þeir hafa væntanlega ekki gert neitt ólöglegt.


Þetta eru bara tvö dæmi um leikreglurnar hér á landi. Gröfumaðurinn er hetja fyrir að láta ekki traðka á sér og bíta tilbaka þannig að bankinn tapi því þó hann eigi nýja kröfu á á gröfumann eftir verknað held ég að það fáist lítið af henni til baka. Og varla hefur bankinn tryggt sig gagnvart skemdarverkum þeirra sem þeir eru að hirða húsin af. Þeir ættu kannski að fara að huga að því?

 


mbl.is Biður nágranna afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Það er nú ríkið sem hirðir þennan 15þús kall, Frumherji sér um að innheimta hann ef þú hefur ekki þegar gert upp við sýslumann.

Hafðu staðreyndirnar á hreinu áður en þú byrjar að blammera, öðru leiti er þetta fínt innlegg hjá þér.

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 18.6.2009 kl. 18:20

2 identicon

Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið verkfæri fárra gróðafíkla. "Endurnýjaði Framsóknarflokkurinn" er jafn slæmur og hinn gamli enda hefur enginn þingmaður flokksins minnst á að efla rannsókn á glæpamönnunum sem bera ábyrgð á þjóðargjaldþrotinu.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 18:58

3 Smámynd: Jens Guð

  Hefur Finnur Ingólfsson einhverntíma verið annað en andlit spillingar?

Jens Guð, 19.6.2009 kl. 01:44

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Nei Jens. Andlit hans er skrásett vörumerki spillingarinnar í hugum allra sem ég þekki. Sá sem kemst næst honum er Alfreð Þorsteinsson sem ma. er með einkaumboð fyrir hitaveitumælana sem eru notaðir af OR og Finnur flinki á.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband