Landráðamenn sem samþykkja þennan samning!

Þó það sé vissulega varasamt að stimpla fólk sem landráðamenn á þessum brengluðu tímum er það á hreinu að laumuspil og pukur með innihald samninga bæði við Alþjóðagræðgissjóðinn og vegna Iceslave reikninganna er ekki boðlegt reiðu og vonsviknu fólki sem gerði ekkert annað af sér en að vera Íslendingar í umhverfi og leikreglum sem reyndust sjónhverfing. Vond sjónhverfing. Það að maður jafni hús sitt við jörðu ættu að vera skilaboð til þingmanna. Þjóðin er komin með upp í kok. Kok vegna spillingarinnar sem enn þrífst, kok vegna aðgerðarleysis eða réttara sagt lélegra aðgerða.

Iceslave deilan kemur okkur Íslendingum ekki við. Hún kemur föllnu bönkunum við og þeirra stjórnendum. Og dómsstólum. 

Sama hvaða flokkar eru við stjórnartaumana þá getur enginn þeirra sagt þjóðinni að hún og afkomendur eigi að taka á sig svona skuldbindingar sem ekki má upplýsa hverjar eru né hvaða eignir raunverulega eru að baki. Þeir sem það gera ERU LANDRÁÐAMENN. 

Úr greininni: „Þá sé ákvæði um það, að standi Íslendingar ekki við samninginn geti Hollendingar gengið að eigum ríkissins, þó að því marki sem stjórnarskrá leyfir.“  Er ekki í lagi með fólk í stjórnkerfinu?


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.