Þessi hetja ætti að fá Fálkaorðuna.....

...ef ekki væri fyrir búið að næla henni á Sigurð Einarsson Kaupþingshöfund hrunsins og Jón Ásgeir Jóhannsson Baugshöfund ógæfu Íslands. Það væri náttúrulega vanvirðing við gröfuhetjuna að næla á hann eins glingri. En mikið helvíti held ég að hann eigi það meira skilið en þeir sem ekki má kalla glæpamenn af því að það er ekki búið að sanna að neitt ólöglegt hafi farið fram. Siðferðishliðin virðist litlu skipta í íslensku viðskiptaumhverfi.

b3146eceee2454.jpg


mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Jamm Lögreglan var fljót að handtaka hann. En hefur einhver sem ber ábyrgð á bankahruninu verið handtekinn? Það tók nokkrar mínútur að handtaka þennan mann en það hefur ekkert gerst í 9 mánuði sem leiðir til handtöku þeirra sem settu þjóðina á hausinn.

Fólk keypti eignir eftir leikreglum og ráðleggingum bankanna. Það er gert ráð fyrir að þannig sé það gert. Þegar þessi sömu ráðleggingar og leikreglur reynast blekking er ekki lántakandinn sá sem setti upp greiðsluplanið  og forsendurnar heldur bankinn. En bankinn ber enga ábyrgð á störfum sínum aðeins greiðandinn. Þetta er ekki að gera sig.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.6.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er greinilega örvænting á ferðinni. Og hörð er sú lund sem getur talað eins og Öndin trílilóða en aum er hún líka að dyljast undir dulnefni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 20:11

3 identicon

Mafían hefur allt sitt tryggt í bak og fyrir, almenningur situr uppi með alla áhættuna. Allur vestræni heimurinn, er eins og Eva Joly benti á, þriggja hæða hús.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Öndin er á öndverðum meiði og allt gott við það. En fólk er að taka ábyrgð á ráðgjöf og blekkingum bankanna. Það ber ábyrgð á sínum ákvörðunum en það breytir því ekki að ráðgjöfin er bankanna. Og greinilega án ábyrgðar.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.6.2009 kl. 21:27

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Íslensk stjórnvöld gáfu óreiðamönnum (brennuvörgum) bankanna (bensínið) og þessir aðilar skilja eftir sig brunnarústir & sviðna jörð, bæði "hérlendis & erlendis........"  Íslenski þrælinn er bara að sýna í verki að það geta fleiri kveikt í en "bankar & óreiðumenn" - það eru nefnilega TAKMÖRK hversu ILLA er hægt að fara með íslenska sauðinn!  Okkur er fyrir LÖNGU misboðið - hingað og alls ekki lengra - VIÐ mótmælum öll því OFBELDI sem "bankar & gagnlaus ríkisstjórn ávalt beita okkur....."  Við erum reið, í raun rosalega REIÐ & leið á skilningsleysi ykkar í okkar garð.  Bankarnir sem "blekktu, sviku & nöruðu fólk út í fáranlegar fjárfestingar" eiga auðvitað ekki að komast upp með að axla enga ábyrgð á gjörum sínum!

EF íslenskir alþingismenn væru að hugsa um HAG almennings í landinu þá hefðum við séð lausnir sem virkuðu, en ekkert slíkt hefur sést og það sem vera er mun ekki sjást á meðan þessi auma ríkisstjórn situr.  En þeir hafa svo sannarlega sýnt í verki að skjaldborg þeirra fór strax utan um bankanna og íslenski sauðurinn var enn & aftur algjör afgangsstærð í þeirra hugum.  Svo eru þeir alltaf jafn HISSA á svona hlutum og hvetja okkur til að standa SAMAN og fara í gegnum þetta saman.  Okkar stjórnmálafólk lifir í einhverjum blekkingarheim og ég líki ávalt þessari ríkisstjórn við "STRÚTINN" stingur endarlaust hausnum ofan í sandinn og vonar að þetta REDDIST nú einhvern veginn.....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 17.6.2009 kl. 21:41

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Jakob, ég get tekið undir hvert orð hjáþér.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.6.2009 kl. 21:53

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Taktík hinnar sviðnu jarðar hefur áður verið beitt. Ef við látum auðvaldið henda okkur á flótta munum við beita henni einnig.

Héðinn Björnsson, 17.6.2009 kl. 23:33

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Því var hvíslað að mér að þessi "önd" sé einn af yfirmönnunum hjá Frjálsa fjárfestingabankanum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.6.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þá skil ég þetta bra bra hennar!

Ævar Rafn Kjartansson, 18.6.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband