11.5.2009 | 21:26
Djöfulsins Framsóknarbull.....
Maðurinn sem framsókn sótti úr 14. sæti framboðslista síns í borgarstjórnarkosningunum var aldrei kosinn stjórnarformaður Orkuveitunnar vegna þess að hann væri faglega hæfastur. Nema þá til þess eins að moka yfir spor Alfreð Þorsteinssonar sem hefur einkarétt á mælunum sem Orkuveitan flytur til landsins. Þessum sömu og Finnur Ingólfsson keypti af orkuveitunni fyrir svipaða upphæð og hann fær í leigugreiðslur á hverju ári. Sömu mælum og ég fékk bréf um að væri eign Orkuveitunnar og þeim væri heimilt að leita til lögreglu ef ég vildi ekki leyfa Finni að lesa af þeim.
Orkuveitan undir stjórn Alfreðs hækkaði verðskrána í hittifyrra ef ég man rétt vegna þess að miklir hitar orsökuðu minni notkun. Nokkuð sem minnisvarði Alfreðs, flugmóðuskipið sem hann lét byggja undir starfssemina mátti ekki við. Enda komið milljarða yfir kostnaðaráætlanir.
Framsóknarfnykinn þarf að komast yfir og það verður hvorki gert með reykelsum eða nýjum front samberandi glottandi nýtt formannsandlit þessarar hagsmunaklíku. Það verður gert með klór og því að upplýsa um hagsmunaspillingarferlið sem hefur ráðið ríkjum í landinu. Þá eiga margir eftir að sýna sitt rétta andlit.
Með Búrfellsvirkjun var þeirri karamellu fleygt í þjóðina að raforkuverð til heimilanna myndi lækka. Það reyndist bull. Núna td. með því að gera Hitaveitu Suðurnesja að HS veitum og HS orku er verið að stórauka kostnað neytenda. Þessum rottugang gráðugra verður að linna.
Verður að virða umsaminn trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Jammz, skammarlegur andskoti að þetta líðizt enn óátalið.
Steingrímur Helgason, 11.5.2009 kl. 22:54
Er ekki einmitt talað um gagnsæi og allt upp á boðið, eða á það bara við um suma en ekki alla?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 10:59
Rottugangur viðeigandi hugtak í þessu tilviki
Tek undir þetta, andskotans afætur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.5.2009 kl. 01:49
Siðleysið og spillingin í íslenskum viðskiptum og stjórnmálum eiga aldrei eftir að koma upp á yfirborðið. Það verða nokkrir bankadrengir og yfirmenn þeirra hengdir en stórglæpastjórnmálaafæturnar sleppa eins og alltaf.
Ævar Rafn Kjartansson, 15.5.2009 kl. 21:36
Ég persónulega væri til í að við færum fram á að fá sundurliðað hvers vegna við þurfum að borga meira.......
Ævar Rafn Kjartansson, 17.5.2009 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.