Ráðgjöf stórefld en úrræðin ekki?

Drakúlakynslóðin sem Steingrímur Hermannsson og svo seinna arftaki hans Davíð Oddson nærðu á sínu brjósti komu á fyrirbæri sem var gefið nafnið verðtrygging við fæðingu. Þetta fyrirbæri fæddist í jóðsótt ríkisstjórnar sem var búið að gera sér grein fyrir því að hún hafði enga stjórn á verðbólgnudraugnum sem var þá farinn að slefa yfir 100% á ári. Sem þýddi að ef þú skuldaðir  5. 000.000  álkrónur í laun í byrjun árs voru þær skuldir orðnar helmings virði í lok ársins.  Á þessum árum brunnu sparnaður fólksins sem hafði reist Ísland frá sauðskinnsskónum og torfkofunum og þetta fólk var gert slippt og snautt. Fólkið sem hefði átt að fá Fálkaorðuna fyrir að endurreisa landið frá því að vera fátæk nýlenda Dana. Fólkið sem hefði átt að vera verðlaunað að vegna dugnaðs þess og elju var framtíð þjóðarinnar björt. Fólk sem hefði átt að geta notið áhyggjulauss ævikvölds í skjóli þess að hafa skilað sínu til samfélagsins. En í ránsemisverðbólgunni sem geysaði var sparifé þessa fólks mergsogið upp til agna. Þeir sem byggðu og keyptu greiddu lága vexti langt undir verðbólgu og að endanum fengu sínar eignir nánast ókeypis. Þessa kynslóð kalla ég Drakúlakynslóðina. Þar til fyrir skömu hélt þessi kynslóð um stjórnartaumana. Helstu persónugerfingar hennar heita Steingrímur Hermannsson, erfiprins hans Halldór Ásgrímsson, Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Ásamt málaliðum. 

Arftakar þessarar sömu Drakúlakynslóðar eru núna að segja okkur almenningi í landinu að því miður sé það á okkar herðum að borga annan samskonar glæp sem við ekki frömdum frekar en afar okkar og ömmur á sínum tíma.  EN NÚNA MEÐ VERÐTRYGGINGU OG OKURVÖXTUM! Við þessa páfugla vil ég segja ýmisslegt. Sumt ekki prenthæft. En fyrr brenni ég húsið mitt en að spila eftir leikreglum þeim sem pólitískir þjösnar bjóða. 

Það hefur alltaf verið vitlaust gefið á Íslandi. Allt frá danskri einokun. En sú einokun virðist hafa verið manneskjulegri en allt það sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á þjóðina.  Það er sök sér að bankarnir vilji bara græða. Það er eðlilegt. En þegar farið er að höggva hendur af fólki fyrir snærisþjófnað eða það að vera ekki í skilum er minn skilningur brostinn.

Persónulega ætla ég að tækla þetta svona: Ef að bankinn og allir hinir ætla að halda áfram að þjarma að mér með  því að bæta á mig lögfræðikostnaði, dráttarvöxtum, umsýslugjaldi, stimpilgjöldum, seðilgjöldum osvfrv. hef ég eitt mótsvar. Ég kem til með að skila þeim ónýtri, rúmleg fokheldri íbúð. Hriklekri án útidyrahurða. Gott ef að ég leigi hana ekki einhverjum róna til næstu 16 ára og þinglýsi samningnum þannig að þetta verði viðurkennt fíkniefna- eða rónabæli næstu árin.

 Ég get líka rofið þakið. Eða leyft rakasveppnum að stækka. Möguleikarnir eru margir en enginn þeirra er sá að leyfa bankastofnun sem skiptir um kennitölu að hóta mér og setja á mig mörghundruðþúsundkróna lögfræðikostnað af því að hún sendi mér bréf. 

Jóhanna, Steinríkur og Gylfi eru enn við sama heygarðshornið. Svona eins og þegar Geir Haarde viðurkenndi að sjálfsagt vantaði meiri upplýsingagjöf til þjóðarinnar.  Það vantar ekkert meiri upplýsingagjöf um úrræði sem gagnast ekki. Það að fá aukafjölskyldumeðlim (greiðsluaðlögunarkommissar) í boði ríkisstjórnarinnar til að ráðstafa litlum tekjum eftir sínum kolli er ekki úrræði nema í kommúnistaríkjum.

Í Kastljósi í kvöld endurtóku allir bankastjórar ríkisbankana sömu rulluna og ríkisstjórnin. Jú, vissulega lána þeir. Á okurvöxtum. Vissulega eru til úrræði. Miðað við staðlaða meðaljónsímynd sem hefur allt sitt ENN í skilum. Þ.á.m. er sú lausn að þú borgir í 70 ár í staðinn fyrir 40.

Ég spyr bara: á maður að hlusta á þessa vitleysu áfram?  Og ef einhver pólitíkus les þennan pistil vil ég bara benda á að það eru liðnir 9 mánuðir frá hruninu. 9 MÁNUÐIR og enn er verið að „Haarda“. Mér skilst að því lengur sem það verður gert hrapar fasteignaverð og verðbólga minnkar. Kannski er það stóra efnahagsundrið sem þessi ríkisstjórn stefnir á.


mbl.is Ráðgjöf verður stórefld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill hjá þér Ævar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Halldór K Kjartansson

Margt til í þessu hjá þér, en ertu ekki of kröfuharður við frænda þinn frá Gunnarsstöðum hann á eftir að sanna sis.

Halldór K Kjartansson, 8.5.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.