27.4.2009 | 21:52
Fjármálafyrirtækin eru að klára drápin á þjóðinni og fyrirtækjunum
Þessi frétt kemur mér ekki á óvart enda veit ég fjölmörg dæmi svipuð þessu. Varðandi bankana var í september - október staðan þannig að ef þú varst kominn í vanskil vildu þeir ekkert gera fyrir þig. Fólk í skilum átti séns á frystingu og skuldbreytingum. Ekki við hin sem gátum ekki lengur borgað. Það sama á við um fyrirtækin í landinu. Ég veit um eitt velrekið fyrirtæki sem hefur alla burði til að lifa þetta af þrátt fyrir um 50% samdrátt í sölu. Fyrirtæki sem getur ekki lengur leyst út vörur vegna þess að bankarnir lána ekki. Þeir sitja á öllu sínu fé til að geta sýnt góða eiginfjárstöðu en um leið sinna ekki hlutverki sínu. Nema gegn margföldum veðum.
Þetta fyrirtæki á eftir 4-5 daga áður en því verður lokað. Ekki af því að það geti ekki lifað af heldur út af því að eðlileg lánastarfssemi og fyrirgreiðsla er ekki lengur til staðar í landinu. Hvað sem segja má um framsóknartillöguna um leiðréttingu lána þá hafa ríkisstjórnarflokkarnir hingað til bara boðið okkur upp á lengingu í hengingarólinni, auðmýkjandi greiðsluaðlögun og óhæft bankakerfi gagnvart fjölskyldum og fyrirtækjum landsins. Því verður að breyta strax nema Steingrímur frændi vilji halda um stjórnartauma meirihluta fyrirtækja landsins og reka leigumiðlun fyrir okkur allan almenning.
Stjórnin hefur gert á pappírunum ýmislegt til að hjálpa en í praxís er það núll. Ég hefði haldið að fyrr frysi í helvíti en ég hrósaði Framsóknarmönnum og kannski er 20% leiðrétting þeirra yfir línuna röng aðferð en þeir hugsuðu ÚTFYRIR KASSANN! Það held ég að VG komi aldrei til með að geta og miðjumoðssamsullið sem ætlar að láta Evrópu bjarga landinu ókeypis eigi líka bágt með að gera.
Það eru komnir 6 mánuðir af engu til að reisa við bankakerfið. 6 mánuðir án skýrrar stefnu nema leynistefna IMF sé það sem ríkisstjórnin styðst við. Ef svo er eru það landráð gagnvart þjóðinni að leyna hana skilmálum IMF.
Við fólkið í landinu viljum vita hvort það sé einhver von. Von til að halda húsinu án þess að greiða af því til 130 ára aldurs. Von til þess að bankakerfið fari að virka. Von til þess að réttlæti milli lánenda og lántakenda verði við lýði. Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur benti á það í grein í Fréttablaðinu að það væru tveir gjaldmiðlar í gangi á Íslandi. Verðtryggða krónan og sú óverðtryggða. Sú sem við fáum útborgað í. Sú sem við semjum um launahækkanir í. Oftast upp á 2-4% á ári. Núna með 17% verðbólgu. Hann bendir á að á 30 ára tímabili hefur þessi króna fallið um 3250%!!!!!!! Ég ætla að gera þessari grein hans betur skil seinna en meðan fjármálastofnanir eru að slátra fyrirtækjum og heimilum eins og það sé sláturtíð hjá þeim þá er eitthvað að ríkisstjórn sem lætur eins og allt sé að þokast í rétta átt. Svoleiðis stjórnvöld eru jafn ónýt og aðrar Haardandi rikisstjórnir.
40 vinnutækjum fátækari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Maður fær bara tár í augun yfir andvaraleysinu sem felst í aðgerðarleysinu Ff fram fer sem horfir er ég hrædd um að við finnum okkur annaðhvort aðra eyju til nema land á eða drögum fram búsáhöldin að nýju og krefjumst alvöru lausna áður en allt fer til andskotans...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:24
Þessi rikisstjórn er fallin. Fallin á raunveruleikatestinu. Það fer allt til andskotans en ríkisstjórnin kemur sennilega ekki til með að fatta það fyrr en að stór hluti þjóðarinnar verður búinn að gefast upp. Og þá stendur til boða sama trikkið og nú. Komdu með skattaskýrslurnar þínar og og heilbrigðisskýrslur fjarskyldra ættingja og ef að meðalsumman sé þóknanleg færðu tvo metra í viðbót í ólina. Raunveruleikinn kemur í ljós á næstu mánuðum. Hann felur í sér að bankar sem eru eignalausir og gjaldþrota eigi eignir landsmanna með þeim fyrirvara að þessir sömu landsmenn samþykki ofurvald þessarra banka yfir eignum þeirra metnum undir veðhæfni. Og haldi áfram að borga. Sem við komum flest ekki til með að gera. Þó að ég geti ekki sagt að kosningarvíxill Frtamsóknar sé mér þóknanlegur er hann eina raunverulega lausnin sem hefur verið boðin. Vinstri grænir og Samfylkingin hafa hingað til bara boðið fólki upp á að drepast hægar. Sem ég ætla eki að þola.
Ævar Rafn Kjartansson, 3.5.2009 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.