Af hverju ætti ESB að vera lausn á vandamálum okkar?

Samfylkingin lætur eins og hún sé Framsóknarflokkurinn í þessum kosningum. Kemur með einn frasa, eitt mál sem töfralausn á vanda þjóðarinnar. Framsókn hafa galað Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, milljarður í fíkniefnamálin, fólk í fyrirrúmi (sem þeir hafa notað nokkrum sinnum) osvfrv. Samfylkingin er að reyna að selja þjóðinni að innganga í ESB sé það eina sem við þurfum til að allt verði gott.

Það er heimskulegt eða í besta falli barnalegt að veifa ESB aðild að kjósendum sem einhverri lausn á vanda okkar. Í fyrsta lagi er ekkert sem bendir til þess að ESB ætli að taka á móti fleiri löndum á næstunni. Þvert á móti hafa þeir ákveðið að hægja á inngöngu áhugasamra. Í öðru lagi þurfa löndin sem sækja um aðild að sýna fram á efnahagsstöðugleika sem er ekki sjáanlegur hér á landi næstu 3-6 árin. Þetta eitt og sér gerir það að verkum að aðild að ESB er ekki inni í myndinni. 

Stjórnmálaleiðtogarnir gerðu mismikið í buxurnar í kosningarsjónvarpi Ríkissjónvarpsins í kvöld. En eiga það sameiginlegt að ólyktin af moðreyk og frasatuggunum er enn í loftinu hér. Meira að segja Ástþór Magnússon skoraði meira en flokksuppalningarnir og atvinnupólitíkusarnir. Þe. fyrst um sinn.

Krafa Borgarahreyfingarinnar um að allt verði upplýst um skilyrði IMF og gegnsæi í bankahruninu er krafa þjóðarinnar. 

Nú hef ég horft og hlustað á  flest allar kosningasamkomur sem sjónvarpsstöðvarnar hafa boðið upp á. Þar situr tvennt í hásæti hjá mér: Gjörsamlega meiningarlaus frasaframleiðsla án innihalds hjá ÖLLUM fjórflokkaframbjóðendunum. EKKERT á bak við svörin annað en að það væri hægt að túlka þau bæði sem heitt og kalt. Frjálslyndir mega eiga það að vilja virkja allt og eyðileggja náttúruna og veiða alla fiskstofnana í topp. Ekkert hálfkák og skýr skilaboð. Sem ég er ósammála en veit hvar ég hef þá. 

Vinstri grænir eru orðnir huggulega settlegir enda komnir í stjórn og svör þeirra eru jafn loðin og Sjálfstæðis- og Samfylkingarmanna. Framsókn býður svo nýja andlitsgrímu með nýju kosningaryfirboði. En sömu flokkseigendaspillingunni. A'la Alfreð Þorsteinson og Finnur Ingólfsson.

Að mínu mati liggur einhver möguleiki í því að vera á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Einhver fríverslunar- eða tengingarmöguleiki  þar á milli. Ég hef ekkert fyrir mér í því enda hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta virkar. En ef að Ísland gat verið ósökkvandi flugmóðurskip (sem mér finnst skelfileg hugmynd) fyrir Bandaríkin, hlýtur sú tenging að fela í sér samskonar tengingu áfram til Evrópu.

Ég hef áður lýst því hér yfir að Borgarahreyfingin fái mitt atkvæði í þessum kosningum. Það er ekki vegna þess að hreyfingin bjóði upp á töfralausnir við vanda heimilanna eða fyrirtækjanna. Það er vegna þess að þá er ég ekki að kjósa frasajaplandi róbota sem flokkseigendur þeirra ýta á on og off á.

 

 


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er hvorki mitt né þitt verk að laga krónuna. Né heldur að taka afstöðu til ESB án þess að vita um hvað við erum að tala um. Fólk sem talar eins og ESB eða evran séu það eina sem geti bjargað  þjóðinni er á villigötum. Kannski er ESB eða Evran það eina sem getur bjargað okkur en þá þarf einhver að stíga fram og sýna fram á það. Þangað til er þetta stjórnmálalegt kjaftæði.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.4.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Enn einn besservisserinn sem þykist vita allt um hvað gerist í því ferli sem aðildarumræður eru. Hvað haldið þið eiginlega að þið séuð? Engin þjóð hefur viljað yfirgefa sambandið og engin þjóð hefur fengið eins aðildarsamning. Það veit enginn neitt um það hvað þessar viðræður hafa í för með sér og einmitt þess vegna eru þær nauðsynlegar og svo þjóðaratkvæði í kjölfarið.

Páll Geir Bjarnason, 25.4.2009 kl. 02:51

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta verður klemma, hvernig sem fer. Ég óttast að Samfylkingin muni leiða næstu ríkisstjórn, án þess að hafa þann styrk sem til þarf við svona erfiðar aðstæður. Það er ekki góð byrjun að Jóhanna hafi neyðst til að taka að sér formennsku, gegn vilja sínum. Henni stekkur ekki bros, það er eins og neistann vanti. Þó hún sé ærlegur stjórnmálamaður óttast ég að hún hafi ekki þann kraft sem þarf núna. Ég hef óþægilega á tilfinningunni að það sé leiðtogakreppa í kortunum.

Haraldur Hansson, 25.4.2009 kl. 14:50

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhanna og Steingrímur eru kjölfestan í stjórnmálunum í dag. Össur er nýjum alþingismönnum bráðnauðsynlegur til viðvörunar.

Árni Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband