22.4.2009 | 22:59
Guðlaugur staðfestir hroka......
Fyrirsögnin segir að Guðlaugur staðfesti styrkina. Framsetning hans og efnistök staðfesta hrokann sem einkennir hann og aðra Sjálfstæðismenn í varnarbaráttunni. Raunar ef fólk skoðar framsetningu stjórnmálamannanna og svo hinna sem eru í framboði af því að þeim finnst stjórnmálamennirnir ekki vera að standa sig, (Borgarahreyfingin, Lýðveldishreyfingin og Sturla fyrir Frjálslynda) er ljóst að það er himinn og haf milli veruleika flokksuppalninganna og fólksins í landinu. Þrátt fyrir stundum groddalega, vandræðalega og hikandi framsetningu ásamt því að segjast ekki þekkja málin nógu vel til að svara voru þessir óflokksuppöldu frambjóðendur manneskjulegir meðan út úr munnstútum atvinnupólitíkusanna spýttust hver meiningar- og þýðingarlausa frasaromsan á fætur annarri. Guðlaugur Þór og Össur fá falleinkun fyrir að tala án þess að segja neitt. Framsóknarmadaman ítrekaði og ítrekaði og ítrekaði og ítrekaði að það væri búið að skipta um andlit á Framsóknarspillingunni. Og 20% niðurfellingin er eins og milljarðurinn í fiíkniefnamálin 2000. Eða Fólk í fyrirrúmi sem Framsókn notar reglulega í kosninarbaráttunni. Án þess að segja hvort þetta fólk sé Finnur Ingólfsson, Alfreð Þorsteinsson Björn Ingi Hrafnsson og fleiri góðgæðingar eða fólkið í landinu.
Ég persónulega hef ákveðið að kjósa EKKI stjórnmálamenn í næstu kosningum. Og vil hvetja alla til að gera það sama. Það að kjósa Ástþór Magnússon (þó ég gengi aldrei það langt), Borgarahreyfinguna, trukkabílstjórann eða hreinlega skila auðu eru mikilvæg skilaboð til fjórflokkanna sem hafa misboðið kjósendum í þessarri kosningarbaráttu með moðreyk og frasapólitík sem fólkið í landinu grátbiður um að vera laust við. Það vill vita hvað er framundan. Hverjar framtíðarhorfurnar eru. Ekki að Össur sé spenntur fyrir Drekasvæðinu og álveri í Helguvík. Ekki að Framsókn hafi eignast nýja ásjónu. Ekki að Guðlaugur Þórhafi fengir 4 millur í framboðsrassvasann í umhverfi sem var eðlilegt þá fyrir þær upphæðir. Ekki að VG ætli að fara blandaða leið í að borga af landráði útrásaróþokkanna.
Við viljum ekki lengur frasapólitík. Við viljum bara manneskjulegt umhverfi sem hægt er að lifa og hrærast í. Og stjórnmálaflokkarnir sem haldið hafa um stjórntauma landsins sl. áratugi hafa fallið á því prófi.
Segir 40 aðila hafa styrkt sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Ætli hugsjón stjórnmálamanns sé trúverðug í hlutfalli við fjölda þeirra milljóna sem styrkja hana til metnaðarfullra umbúða í auglýsingum?
Ég efast um að Þráinn Bertelsson hafi keypt sér ný föt eða farið í litgreiningu.
Árni Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 21:14
Birgitta Jónsdóttir fær mitt atkvæði
Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 21:45
Þráinn er sennilega haust og á að ganga í flauelisbuxum. Guðlaugur Þór er vetur og á að ganga um í buxum í boði FL group. Ég vona að skoðanakannanir séu að gefa rétta mynd og Borgarahreyfingin fái 4 þingmenn. Það myndi breyta starfsháttum þingsins og gera möppudýrunum erfiðara fyrir í frasapólitíkinni. Birgitta er náttúruauðlind og á eins og svo margir aðrir í þessarri hreyfingu ekki skilin ófétistitilinn þingmaður. Þau eru að fórna sér til þess að við fáum færri merkikerti á þing. Merkikerti uppalinn í flokkslínu og ræðumennskukeppnum flokkslínuleiðtoga. Nokkuð sem íslenska þjóðin þarf að vera algerlega laus við núna.
Ævar Rafn Kjartansson, 23.4.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.