Geta stjórnmálamenn ekki gefið skýr svör?

Ég horfði á þennan fund eins og svo marga aðra á undan. Breytingin á formi þeirra er helst sú að flokkarnir eru farnir að smala klappstýrum sínum á þá. Hitt hefur ekkert breyst að sama hversu hart er að kveðið eru svörin svo loðin að helst væri tilfinningin sú að þeir sem fyrir svörunum standa séu að tyggja lopa um leið. ALLAR stjórnmálaFÍGÚRURNAR þar á meðal Björgvin G. sem ég hef haft mikið álit á töluðu í stjórnmálafrösunum sem við hin erum komin með upp í kok á. Atli Gíslason slapp kannski best af þeim sem tilheyra gömlu stjórnmálaflokkunum. Hins vegar kom mér á óvart frammistaða konunnar sem var fyrir Borgarahreyfinguna og enn meira mannsins sem kom fyrir hönd Jólasveinsins Ástþórs Magnússonar.

Svo velti ég mikið fyrir mér mærinni frá Sjálfstæðisflokknum. Var þetta Hanna Birna borgarstjóri Reykjavíkur? Nei bara samskonar kona steypt í sama mót með sömu frasana. Kona sem á auman málstað að verja og veit það. Framsóknarmaðurinn kom mér líka svolítið á óvart vegna þess að ég skynjaði skynsemi í kolli hans. Ekki bara í kolli mínum geymi ég gullið. Eins og Finnur Ingólfsson gerði frægt um árið.  Kannski er Framsókn að færast frá spillingu í hyglingu.

Lopaloðsboðsskapur starfandi flokka þrátt fyrir grafalvarlega stöðu fjölda heimila og einstaklinga á enn að skapa þeim atkvæði. Það að gefa tvíræð og loðin svör eða benda á evrópumöppudýraveldið sem lausnir á vanda heimilanna á að fá þig til að greiða þeim atkvæði. Þrátt fyrir að þú hafir aldrei fengið já eða nei svör við einni einustu spurningu sem brennur á þér. 

Ég er búinn að ákveða að hafna því að greiða þessum STOFNUNUM framar mitt atkvæði. Ég myndi greiða Þorgerði Katrínu, Jóhönnu, Atla Gíslasyni, Guðfríði Lilju og ýmsum fleiri atkvæði mitt ef persónukjör væri í boði. En þangað til ætla ég að kjósa venjulega Íslendinga sem eru einmitt að biðja um að það standi til boða. Ég kýs Borgarahreyfinguna.


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er með annan fótinn á reit vinstri grænna og hinn er að þokast í átt til O framboðsins. Þessi kona sagði eiginlega allt sem ég hefði sagt á þessum fundi.

Árni Gunnarsson, 20.4.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Var að ganga frá prentun á plakötum fyrir þau í Borgarahreyfingunni. Spessi tók myndir og hannaði og ég útvegaði prentun á ca. 30% af eðlilegu verði. Nú er bara að vona að þau nái inn 3-5 manns. Annars stendur VG upp úr af gömlu flokkunum í heilindum og ég á 100% samleið með þeim í umhverfismálum.  En treysti þeim ekki eins vel fyrir efnahagsmálunum.

Ævar Rafn Kjartansson, 21.4.2009 kl. 22:34

3 identicon

yessss Ævar, ég er sammála mér fannst stelpan standa sig mjög vel, að sama skapi held ég að fulltrúi Sjálfstæðismanna í þættinum sé stödd á rangri plánetu. Björgvin finnst mér að eigi að draga sig út úr stjórnmálum og mér misbýður framboð mannsins.

Árni minn nú kjósum við bara X-O.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorgerði Katrínu??? Vá talandi um spillingu og valdhroka.  En þú minntist ekkert á minn mann þarna, Ævar minn Grétar Mar talaði nú engri tæpitungu, þó ég sé ósammála honum með virkjanagleðina, þá er ekki hægt að segja annað en að hann hafi talað hreint út. En reyndar er  það rétt hjá þér að þau tvö  úr Lýðveldishreyfingunni og sérstaklega frá Borgarahreyfingunni komu mjög vel fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Neo

Ég er búinn að setja X við O, koma svo gott fólk!

Neo, 22.4.2009 kl. 21:40

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ásthildur, Frjálslyndi flokkurinn fékk mitt atkvæði meðan Margrét Sverrisdóttir var þar innanborðs. Hins vegar get ég ekki stutt flokk sem vill malbika yfir náttúruna og virkja hvern bæjarleik í leiðinni til atvinnuuppbyggingar nútíðar.Ég hafði að vísu alveg húmor fyrir atvinnulausa atvinnumótmælandanum og fyrrverandi trukkastjóranum Sturlu sem var á borgarafundinum í kvöld.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.4.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.