Í fullri alvöru... ætlar þú að kjósa þetta?

Skv. skoðanakönnunum EIGA sjálfstæðismenn svona eins og Mansteftir Únited dygga fylgjendur sem breyta aldrei afstöðu sinni. Liverpool er að vísu með dyggari aðdáendur hér á landi en skv. skoðanakönnunum eru yfir 30% landsmanna púlarar. Aumingja ég held með 2. deildarliðinu Leeds og er jafn vonlaus í pólitík. En í fullri alvöru vil ég biðja ykkur um að horfa á þetta viðtal við eina helstu skrautfjöður Sjálfstæðisflokksins og segja mér svo hvað ætti að fá ykkur til að kjósa það sem hann stendur fyrir.
mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Ég hef hvergi séð Hannes á framboðslistum, er hann í framboði?

Kristinn Svanur Jónsson, 19.4.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er þetta aum vörn Sjálfstæðismanns yfir orðum Hannesar eða afneitun á að þetta sé hugmyndarfræði flokksins?

Ævar Rafn Kjartansson, 19.4.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er Ævar Evrusinni?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.4.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Nei Gísli. Ég held að það liggi einhver möguleiki fyrir okkur í því að vera á milli Bandaríkjanna og ESB. Hef ekkert fyrir mér í því en held að þar liggi einhver sóknarfæri. Þess utan hugnast mér ekki möppudýraveldið í Brussel. En ég er alveg til í að það fari viðræður fram. En afsal fullveldis er ekki inn í myndinni að mínu mati.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.4.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þá erum við sammála þar Ævar

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.4.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

þ.e. að fara ekki inn í ESB

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.4.2009 kl. 22:32

7 Smámynd: Eygló

Já, hátt hreykir heim.... sér.  Greyið, ekki gott að vera í mynd eða bandi þegar manni verður svona illilega á.

Dauðlangar að vita hvenær þetta viðtal var tekið.

Eygló, 20.4.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.