17.4.2009 | 21:10
Þetta er Fagra Ísland Samfylkingarinnar!
Þrátt fyrir óvissu um orkuöflun, mótstöðu gegn línulögnum og glóruleysi um fjármögnun stendur gleiðglottandi iðnaðarráðherra nú með aðstoð Sjálfstæðis- og Framsóknarálhausanna með heimild í höndunum um að selja raforku á frámunalegu smánarverði til álbræðslu sem kemur til með að borga eftir því hversu hátt álverð er. Sem hefur lækkað um ef ég man rétt 40% sl. mánuði. Samhliða því skattaívilnanir og annan rassasleykjuhátt sem tíðkast helst í spilltustu þróunarlöndum.
Fagra Ísland var eitt helsta kosningarplagg þessa miðjumoðsvellings fyrir sl. kosningar. Þar sem öllu fögru var lofað til að skora jafn vel og VG í umhverfismálum. Ef Össur er stoltur og heldur að hann sé að vinna þjóðinni til hagsbóta sé ég ekkert annað í stöðunni en að setja hann af. Áður en álverseinræðið fer með okkur eins og bankaeinræðið.
Þú býður fólki aldrei í mat sem þú svo saltar annan helming disksins á og sykrar hinn helminginn. Það þykir ekki góð matreiðsla. En hugnast Samfylkingunni. Þessi grautur fær ekki mitt atkvæði meðan svona er. xO!
Ímyndið ykkur bara hvað garðyrkjubændur á Íslandi gætu gert ef þeir fengju rafmagnið á sama verði og útlensk stórfyrirtæki sum hver með mjög vafasama fortíð.
Lög um Helguvíkurálver samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Facebook
Athugasemdir
Góðir punktar hjá þér. Stjórnmálin eru ekki komin lengar en þetta þrátt fyrir hrunið og allt sem hefur gengið á.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:35
Ég var að vona að nýtt afl eins og Borgarahreyfingin upphefði sig ekki á kostnað annarra... það er aldrei góð lexía að sýna fram á hvað maður er góður með því að benda á hvað einhver annar er vondur...
Annars sammála þér með rafmagnið til garðyrkjubænda. Undarlegt að það skuli ekki vera búið að lækka rafmagnsverð til þeirra svo við getum framleitt meira af íslensku grænmeti, því það er markaður fyrir það innanlands... gætum minnkað innflutninginn og skapað mörg störf í kringum aukna grænmetisframleiðslu...
Brattur, 17.4.2009 kl. 21:45
Brattur, ég er ekki partur af Borgarahreyfingunni, tók ákvörðun um að styðja þau fyrir 3 dögum síðan. Það sem ég er að skrifa um þarna er upplifun mín á orðum annars vegar og gjörðum hins vegar hjá Samfylkingunni. Sem ég er víst síðast þegar ég vissi enn skráður í.
Þannig að ekki gera mín orð að orðum Borgarahreyfingarinnar.
Ævar Rafn Kjartansson, 17.4.2009 kl. 22:06
Ég er einn þeirra Samfylkingarmanna sem er sammála uppbyggingu álvers í Helguvík og einn þeirra Samfylkingarmanna sem styð Fagra Ísland stefnu Samfylkingarinnar og í mínum huga þá er Samfylkingin samkvæm sjálfri sér og stefnunni um Fagra Ísland en ég hef tekið eftir því að sumir telja að álver í Helguvík samræmist ekki þeirri stefnu en við það fólk vil ég segja lesið stefnuna og bendið á hvar eða hvernig álver í Helguvík brýtur í bága við Fagra Ísland. Að þessu sögðu þá vil ég einnig taka undir með höfundi pistilsin um ódýrari raforku til garðyrkjubænda því allt sem styður við íslenska framleiðslu og gjaldeyrissparnað hefur aldrei átt meiri rétt á sér en akkúra núna.
Tjörvi Dýrfjörð, 18.4.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.