Hvað má bjóða þér langa hengingaról?

Vissulega hefur núverandi ríkisstjórn (loksins) komið frá sér lögum um aðgerðir til að takast á við vanda heimilanna. En eins og einn maður orðaði það er þetta plástur á svöðusár. Heimilunum blæðir áfram út en hægar. Svona svipað og John Perkins talaði um samskipti okkar við IMF. Ef við reynum að borga lengist dauðastríðið. Það sér það hver heilvita maður sem er ekki með hausinn í rassgatinu á sér að þegar leikreglunar eru þannig að þú semur um ákveðna fasta prósentulaunahækkun en lánin þín hækka eftir því hver er að spila með íslensku álkrónuna, hversu margir jeppar eru fluttir inn til landsins og hver hamingjuvísitalan í Örfirisey og álverð á heimsmarkaði er er vitlaust gefið.

proble1_826011.jpg

Og ekki bara vitlaust gefið heldur ósanngjarnt gefið. Af hverju höfum við sætt okkur við það að það sé eins og rússnesk rúlletta að fjárfesta í húsnæði hér á landi. Öryggi okkar í viðskiptum er jafn stabílt og íslensk veðrátta. Nú er ég ekki einn þeirra sem halda að með tilkomu evru lagist það enda man ég að það var talað um að sumar þjóðir hafi upplifað um 20% kjaraskerðingu við upptöku hennar. En krónan er dauð. Steindauð. Og það voru íslenskir braskarar með siðferðiskennd undir frostmarki sem drápu hana.

Í skýrslu IMF sem lak út til Financial Times mæltu þeir með  einhliða upptöku evru hjá sumum austur-evrópuþjóðunum. Stoltið af því að reka eigin mynt og hagkerfið er horfið hjá mér og í staðinn komin skömm þó ég haldi að ég hafi ekki verið neitt verulega sekur um hrunið.

Það er kominn tími á róttækar aðgerðir. Aðgerðir eins og leiðréttingu gengis og vísitölu. Aðgerðir þar sem er gefið jafnt. Ef lífeyrirssjóðirnir sem hafa tapað og tapað vegna lélegra fjárfestinga fara á hausinn við það á það að vera sakamál. Menn sem þiggja milljónir á mánuði fyrir að tapa fé eru  í besta falli vanhæfir, versta glæpamenn.

3_kronur.jpg

Það er engin sanngirni í því að venjulegt fólk beri byrðarnar af því sem stjórnvöld, útrásarhrægammar, lífeyrisjóðir og stjórnmálaflokkarnir hafa klúðrað. Ekki frekar en að taka á sig byrðarnar af dauðri krónu, verðtryggingu, spillingu, fölsku gengi og sýkingu síldarstofnsins.

Það þarf að gefa upp á nýtt og tryggja að allir fái jafn mörg spil á hendi. Þjóð sem eins og virðist vera raunin núna er svínbeygð undir afleiðingar glæps sem hún framdi ekki lætur ekki bjóða sér að setja byrðar glæpsins ofan á sínar eigin og töltir af stað. Ég er alla vega ekki einn þeirra. 

Og Jóhanna..... þessir tveir metrar sem þú bættir við hengingarólina mína. Það eina sem þeir gera fyrir mig er að ég get velt ranglætinu lengur fyrir mér.


mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blessaður ég er í alveg nákvæmlega sama gír og er komin með þetta ofan í kok. Þeir afskrifa skuldir en láta okkur samt borga og nota peningana í annað. Þá var frétt í kvöld um könnun sem HR gerði og ótrúlega stór hluti 100 stærstu fyrirtækjanna í landinu ganga bara vel samkvæmt henni, eru að bæta við sig starfsfólki ect.

Ástæðan er einföld; Þau nota ekki krónu - rekstrarféð er erlendur gjaldmiðill. Í áliðnaðinum eru menn að springa úr ánægju með stöðu krónunnar og hafa verið borga út bónusa.

Þetta er kúgunartæki á almenning og ekkert annað en efnahagslegt þrælahald.

Ísland er sweat shop.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sweat shop..... það er bið eftir lopapeysum. Segir það ekki allt. Efnahagslegt þrælahald eru orðin sem vantar í mína grein.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.4.2009 kl. 23:27

3 identicon

Heilir og sælir !

Tek undir; með ykkur báðum, piltar.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir ýttu undir auðhringamyndun með ríkisábyrgð.

Ég man ekki eftir að hafa samþykkt það. 

Ég sé ekki að neinn hafi séð það, eða neinn ætli að breyta því.  Það á bara að færa okkur yfir til annarra auðhringa.

Það, seinast þegar ég tékkaði, er fasismi.  Hann er til í nokkrum bragðtegundum, og nú erum við uppiskroppa með myntubragðið, og erum að færa okkur yfir í jarðarberjabragð. 

Ásgrímur Hartmannsson, 7.4.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Nei Ásgrímur ef ég man rétt er þetta óbragð.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.4.2009 kl. 23:53

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er hættur að trúa því að inni á Alþingi sé fólk sem veit hvernig efnahags-og gengismál þróast frá degi til dags. Og áhyggjusvipurinn á ráðherrum fjármála og viðskipta er orðinn að skeifu. Verstar þykja mér þó hinar misvísandi upplýsingar og ráðleggingar erlendra spekúlanta með fulla bakpoka af medalíum frá virtustu stofnunum plánetunnar.

Ég hef megna ótrú á Alþjóða gjadeyrissj. og óttast að hann sitji á svikráðum við okkur í volæðinu.

Það er hafið yfir allan vafa að fyrri ríkisstjórn lokaði augunum fyrir aðsteðjandi hættu og horfði aðgerðarlaus á þegar bankarnir voru tæmdir af eigendum sínum og einkavinum þeirra að loknu hruni.

Í dag opinberaðist mér:

1. Kvótinn er eign útgerðanna að dómi lærðra manna sem tjáðu sig um fyrirhugaðar breytingar á stjórnaskrá.

2. Nokkuð breið samstaða frambjóðenda er um nýtt álver í Helguvík og annað á Bakka.

3. Mikil óvissa um hvort leyfðar verða aukningar á handfæraveiðum.

4. Við uppgjör á hruninu verða flest heimili landsmanna íbúðir sem eru verðminni en skuldir.

5. Við endurreisn samfélagsins mun mikill fjöldi orkumikilla einstaklinga hafa yfirgefið landið og sumir fyrir fullt og allt.

6. Engin bitastæð lausn um hvernig auka megi tekjur ríkissjóðs til langframa. Velferðarkerfið í meiri óvissu en nokkur núlifandi maður man eftir.

7. Gjaldmiðillinn er að vísu ónýtur en enginn hefur bent á skjóta lausn í þeim vanda.

Mér sýnist síðasta ríkisstjórn hafa grafið sjálfstæðu Íslandi þá gröf sem gróa mun yfir á komandi árum.

Árni Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 00:04

7 identicon

Já Árni þetta er svo sannarlega slæmt ástand. þetta eru hlutaðeigandi aðilar og munu ekki viðurkenna neitt vafasamt upp á AGS, Gunnar Tómasson og Ólafur Ísleifsson hafa báðir starfað fyrir sjóðinn og halda því uppi vörnum fyrir sig sjálfa, já líka varðandi Indónesíu- stemningsmenn ekki satt?

Þó hafa margir fjallað um þetta, þar á meðal Lilja Mósesdóttir hagfræðingur,  Robert Aliber og fl. og fl. En Íslenska leiðin eins og fyrri daginn er að skjóta svona raddir í kaf.

Heyrðuð þið í Bjarna Ben. um kvótamálin í kvöld, þvílík snilld! Eða ætti ég að segja bilun og tímaskekkja?

Um leið ætlar Steingrímur J. að "auka við verðmætasköpun í landinu" með því að láta öll fyrirtækin í landinu fara á hausinn.

Þetta er idiotískt.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 00:12

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

fjallaði um þetta á blogginu mínu í morgunn...

hér er það sem Hudson sagði í gær eða fyrradag: In fact, Iceland ( where I’m writing these lines) looks like a controlled experiment – a very cruel one – as to how deeply an economy can be “financialized” and how long its population will submit voluntarily to predatory financial behavior. If the attack were military, it would spur a more alert response. The trick is to keep the population from understanding the financial dynamics at work and the underlying fraudulent character of the debts with which it has been saddled – with the complicit aid of its own local oligarchy.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 08:33

9 identicon

Þú ert ekki einn um þessa skoðun.  En hún á ekki upp á pallborðið hjá massamiðlinum.  Það er furðulegt hversu auðveldlega fjölmiðlum tekst að grafa þennan þátt Egils og hunsa þessa ágætu gesti.

Grein Hudsons var birt á bls 22 í fréttablaðinu.  Hudson er einnig í DV í dag (eftir algera þögn í þunnu blaði gærdagsins).  En í 93 síðna páskablaði er vitnað í hann, en "leiðrétt" með skoðunum Gunnars Tómassonar, fyrrverandi starfsmanns sjóðsins og aftur á blaðsíðu 22. 

Blaðsíða 22 virðist sem sé vera góður staður til að grafa upplýsingar, birta þær, en án þess að rugga bátnum, þetta er svona "skoðun", ekki frétt.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:40

10 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Tek undir hvert einasta orð hjá þér, ég hef jafnframt tekið eftir þvi að í öllum fjölmiðlum er komin af stað ákveðinn heilaþvottur til að kasta ryki í augu almennings.

Steinar Immanúel Sörensson, 8.4.2009 kl. 08:44

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fínn pistill... og þó við séum vonlaus um að fólkið á alþingi hafi getu, kunnáttu og hugsjónir til að vinna Íslandi í hag þá verðum við bara að berjast fyrir því!!!

Sjáumst

Heiða B. Heiðars, 8.4.2009 kl. 10:11

12 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ævar, ég get eiginlega ekki verið meira sammála þér í þessari grein, þó seint ég lesi hana, þú hefur lítið breyst frá við vorum saman í skóla, alltaf jafn góður.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 23:33

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kæri Ævar - eitt er ég þó viss um, og það er að nú er verið að leita allra færra leiða til þess að liðsinna þeim sem verst standa eftir bankahrunið. Gleymdu því ekki að á Alþingi (og í ríkisstjórn) situr fólk sem líka er að takast á við alvarlega afleiðingar þess sem gerst hefur.

EN - af því við erum bloggvinir - þá kom ég hingað inn til þess að óska þér gleðilegra páska.

Ég vona að þú njótir hátíðanna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 11:19

14 identicon

Kæra Ólína,

þú ert nú farin að hljóma eins og biluð segulbandsspóla. Hélt það væru meiri töggur í þér:).

gleðilega páska.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.