Við höfum engan áhuga á að semja neitt við þig og erum að fara með þig í nauðungarsölu!

Hef verið að lesa yfir reynslusögur fólks af vef Hagsmunasamtaka heimilanna af viðskiptum við bankana sl. mánuði. Ætla að láta fylgja hér glefsur úr þessum greinum með tengingum inn á frásagnirnar í heild. Bankar eru enn bara starfræktir til að græða það kemur aldrei til með að breytast en það er alveg ljóst að skv. þessu að þeir eru ekkert á leiðinni með að breyta starsháttum sínum ef tekin eru mið af þessum dæmum.

Sigrún Ægisdóttir: „En lánið sem ég tók fyrir fyrirtækið uppá 9.000.000 stendur enn í því sama þó að ég sé búin að borga í rúm 4 ár yfir 160.000 á mánuði, hvernig er það hægt ég hef verið í viðræðum við bankann og er komin í vanskil með lánið og þá kemur intrum til sögunna, mér finnst þetta skelfilegt hvað ég er að borga í vexti og kostnað. Síðan eiga eftir að koma vextir af skatti og fleira. Maður þarf að setja sjálfan sig á hausin . En það er ekki það sem ég vil ,ég vil halda haus en fyrir hvern?“ Meira.

Sigurður Hólmar Karlsson: „Lítil en sönn saga af innheimtuaðferðum Kaupþings eftir að ríkisstjórnin beindi þeim tilmælum til ríkisbankanna að milda innheimtuaðgerðir og koma til móts við heimilinn í landinu“. Meira.

Sólveig Jóhanssdóttir: „Á því hvílir verðtryggt lán sem var 15 millj. en er nú 20. Í desember ákváðu þau að athuga með frystingu á vöxtum þar sem þau voru í skilum en sáu fram á tekjuskerðingu. Það var EKKI auðsótt, dregið var úr ávinningi, bara frestur á illu, munaði ekki NEMA 18 þús. á mánuði o.sv.frv. (Það tekur því ekki að tala um neitt undir milljarði greinilega). Ekkert varð því úr þessu en svo kreppti enn frekar að og ekki náðist að greiða feb. og mars. Þá er hringt frá bankanum og sagt að nú sé þetta á leið í innheimtu, ekkert hægt að semja um neitt en ef þau komist í skil þá sé hægt að fá vaxtafrystingu!“  Meira.

Kristján Blöndal: „hringdi Ellý Sæunn Reimarsdóttir þjónustufulltrúi hjá Kaupþingi í Hafnarfirði úr símanúmerinu 5802712,til þess að segja mér að umsókn mín um frystingu á lánum hafi verið synjað á þeim forsendum að staða mín væri jákvæð,en bankinn var búinn að reikna það út og að eftir stæðu um það bil 4.000 kr. í afgang (á mánuði).“ Meira.

Steinar Immanúel Sörensson: „Búið var að greiða um 1/3 af láninu, en við hættum að greiða af þvi við fall bankanna þar sem við teljum nyja kaupþing banka ekki hafa lagalega heimild til þess að innheimta þetta án okkar samþykkis og hef ég bréf frá fjármálaeftirlitinu sem ég tel að megi túlka á þann veg, gjaldfelldur höfuðstóll er orðinn 1.479.618.“ Meira.

 dream-tm_821735.jpg


mbl.is Gagnrýna samninga við fjármálafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta eru hrollvekjandi sögur Þetta er skömm og smán! því það verður ekki lesið annað úr þessu en að innheimtuaðgerðir bankanna hafi þvert á móti harðnað! Ég get ekki betur séð en ríkið sé að leysa til sín heimilin í landinu og til hvers?! Hvar á fólk að búa þegar það hefur misst húsin sín?! Hver á að búa í húsunum sem ríkið leysir til sín?!

Úkoman fyrir mér er lénsveldi. Feitt ríkisvald með þræla sem það hefur fullkomið vald á því það ræður lífi þeirra og dauða Er ég óþarflega svartsýn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þó að ég sé ekki með mína sögu þarna inni er hún í svipuðum stíl. Er núna í fyrramálið á leiðinni til Akureyrar að vinna. Maður velur ekki lengur störf. Né setur kröfur um laun. En lénsveldið er hrunið eða hrynur á næstu mánuðum. Og þau okkar sem missa húsin koma ekki til með að missa eignir. Við missum það að vera eignir eignanna okkar. Eins og ég segi svo oft um hundaeigendur. Þeir eiga ekki hunda. Það eru hundar sem eiga þá.

Bankarnir mega þá gera eins og útrásarfyrirtækin gerðu. Belgja út eignir sínar. Eigandi tugir þúsunda íbúða sem enginn vill kaupa og enginn vill leigja en skráðar sem útbelgd eign á markaðsverði í efnahagsreikningi.  Verði þeim að góðu. Spilareglur þeirra eru ekki gildar lengur.

Ævar Rafn Kjartansson, 31.3.2009 kl. 23:04

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er leitt að heyra þetta! En vertu velkominn til Akureyrar! Ef þú verður hérna á fimmtudagskvöldið langar mig til að bjóða þér á borgarafund í Deiglunni þar sem þú getur heilsað upp á borgarafundarnefndina og eflaust hitt marga þeirra sem hafa tekið þátt í grasrótarstarfinu hérna fyrir norðan.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:41

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sæl Rakel, það væri gaman. Ég verð að vísu tölvu- og bíllaus þarna og veit ekki enn hversu langt frá Akureyri þetta er en kannski verður það mögulegt. Það væri þá líka svolítið fyndið að ég kæmi á fund þar fyrst þar sem ég er búinn að vera á leiðinni á fundi hjá Borgarahreyfingunni hér í bænum lengi. En alltaf látið eitthvað annað ganga fyrir.

Ævar Rafn Kjartansson, 1.4.2009 kl. 10:10

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Endilega! Þú veist að ég tek alltaf kannski sem jákvæðu svari Reikna þess vegna með því að sjá þig annað kvöld. Hvort sem þú kemur fótgangandi eða tekur með þér bílstjóra á fundinn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 14:20

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fórstu á fundinn ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 00:33

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Nei ég sá því miður lítið af Akureyri nema úr fjarlægð þe. sumarhúsabyggðinni hinum megin fjarðarins. Unnið frá 8-23 alla dagana og engin blöð, sjónvarp eða samskipti við umheiminn. En ég er ákveðin í að koma aftur á næstu mánuðum. Annars var hringt í mig á leiðinni norður og mér boðin vinna og svo aftur í gær frá öðrum með mjög skemmtilegt verk þannig að ég er bara kátur.  Og kominn aftur með norðlenskan hreim.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.4.2009 kl. 15:11

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú misstir af miklu en þú getur lesið um fundinn á blogginu hjá mér ef þú hefur áhuga.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband