Hvaða lit af fisk má bjóða þér?

Panga flökin fást í 5 mismunandi litum eins og frú Pham Thi Dieu Hien, sýnir hér á myndinni. Hann er litaður með kemískum efnum allt upp í alhvítan. Á bak við hana sést vatnið sem fiskurinn er ræktaður í. Sama vatnið og tekur við öllum úrgangi frá íbúunum svo sem saur og matarafgöngum. Það tekur víst aðeins nokkrar vikur að rækta fiskinn í sláturstærð. Hér á Íslandi eru þessi flök seld á nánast sama verði og ýsa. Ég keypti einu sinni svona fisk fyrir kettina mína sem eru sólgnir í allan fisk. Nema þennan. Þeir hnusuðu að honum, klóruðu yfir hann og horfðu á mig með fyrirlitningarsvip. Ef kettirnir mínir vilja hann ekki er hann ekki hæfur til manneldis. Svo vil ég ekki hugsa þá hugsun til enda að veitingahús séu að bjóða þetta í staðinn fyrir þorsk eða ýsu.mme-hien.jpg

46rpyzi.jpg


mbl.is Þróunaraðstoð ógnar norskum sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Lekkert

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.