Komið í veg fyrir græna stóriðju.

Lögruglan hefur nú verið uppvís um að standa í vegi fyrir sprotafyrirtækjum landsins trekk í trekk. Ekki einasta hefur hún stöðvað græna og vistvæna gjaldeyrisskapandi stóriðju frumkvöðla með þjösnalegum inngripum sínum heldur einnig komið í veg fyrir að æska vor kynnist heilsusamlegum hugsanaútvíkkandi áhrifum þess að svæla í sig íslenskar afurðir þrautseigra ræktenda og viðskiptajöfra á sviði nýsköpunar. Það segir sig sjálft að þessir herramenn ef þeir hefðu verið látnir óáreyttir hefðu borgað hátekjuskatt Steingríms með bros á vör og létt okkur hinum tilveruna. Til muna. Þess vegna hlýtur það að vera skýlaus krafa okkar skuldjónanna að fíkniefnalögreglan breyti sínum fíkniefnahundum í rjúpnaveiðihunda og hætti að bregða fæti fyrir frumkvöðlastarfssemi í landinu.

Ef Davíð Oddsson gat sagt húrra, húrra, húrra við þá sem settu landið á hausinn er ekki spurning að þessir nýju blómaræktendur landsins eiga skilið næstu útrásarverðlaun viðskiptaráðs. Þá getur forseti vor komið fram og jarmað um hversu ofboðslega færir þessir menn séu í sínu fagi.

Það er nefnilega svo á Fagra Íslandi að kynferðisglæpamenn, handrukkarar, hvítflippaglæpamenn og dópsalar vita að hverju þeir ganga. Skilorðsbundnu skammi..... á sama tíma og óreglu- og útigangsmenn sitja í nokkra mánuði inni fyrir að stela skinkubréfi.


mbl.is Stórfelld kannabisræktun stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Eru þetta ekki sprotafyrirtæki ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 03:27

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta eru sko raunveruleg sprotafyrirtæki, ekki spurning ! finnst fólki skrítið að innbrotum fjölgi frá degi til dags ? þetta hlýtur að hækka verðið.

Sævar Einarsson, 28.3.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.