Þessi ríkisstjórn er fallin á tíma!

Þó að kosningavíxill Framsóknarmanna og sumra Sjálfstæðismanna um 20% niðurfellingu fasteignaskulda sé kannski ekki raunhæf leið hefur henni verið komið á framfæri og hún kynnt með rökum. Þessi ríkisstjórn sem lofaði okkur raunhæfum úrlausnum hefur hingað til ekki komið frá sér raunverulegum lausnum. Það bíða þúsundir heimila eftir því að geta endursamið um skuldirnar en það vantar leikreglurnar sem á að spila eftir.

Bankarnir eru ekkert að breyta neinu að því leitinu til að þeir eru reknir með hámarksávöxtun að leiðarljósi. Enda eðli bankastarfssemi.

Þessi ríkisstjórn er búin að eyða alltof miklum tíma í mál eins og lög um persónukjör (sem ég styð) en komast svo ekki í gegn. Á sama tíma vantar nýjar leikreglur fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Það eru sennilega fleiri en ég að spila lagið „Should I stay or should I go“ með Clash meðan við bíðum örlaga okkar.

En mín kæra Jóhanna: Þessi bið er okkur fólkinu í landinu rándýr!


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Ævar.

Hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin hafi ekki komið frá sér raunverulegum lausnum, eins og hún lofaði ? Hvað kallar þú neðangreindar aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leiti ?

Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum

 
  1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella
  2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði
  3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.
  4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón
  5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.
    1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður
    2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir
  6. Greiðsluaðlögun samningskrafna
  7. Lækkun dráttavaxta
  8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð
  9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar
  10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst
  11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40
  12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota
  13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána
  14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

 Og annað - hefur þú heyrt trúverðuga skýringu á því hvernig ríkisstjóður á að standa undir flötum niðurfellingum skulda ? - 300 milljörðum bara fyrir húsnæðisskuldir.

 

Kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Góð hugmynd í dag er betri en frábær hugmynd eftir hálft ár. Tími aðgerða er núna!

Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 11:32

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Hrannar!

Margt af þessu hefur verið sett fram en er enn ekki komið til framkvæmdar. Þannig eru bankarnir t.d. enn að keyra fólk í þrot.

Varðandi hvernig á að borga að þá tel ég að það sé óréttlátt að láta húsnæðisskuldarana borga fyrir þá 100% innistæðutryggingu sem gefin var í haust eins og stefnt er að í dag. Verði það stefnan mun fjölga í heimavarnarliðinu sem verið er að skipuleggja á netinu og fólk mun hætta að borga og taka frekar að sér að verja heimili hvors annars. Greiðslufall í kerfinu mun kosta ríkissjóð þúsundir milljarða. Það er mun ódýrara fyrir samfélagið að ná sátt í þessu máli við heimilin í landinu en að taka þennan slag á götunni. Þann slag tapar ríkisstjórnin alltaf.

Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hrannar

Þessar aðgerðir hjálpa sjálfsagt einhverjum þe. þær þeirra sem eru komnar í gagnið. En fyrir fólk með skertar tekjur um kannski 50-60% heitir þetta að lengja í hengingarólinni.

Og allt tal um mildari innheimtuaðgerðir er óráðshjal miðað við það sem ég er að heyra í kringum mig.  Það var í fréttum fyrir um 2 mánuðum síðan fjallað um unga konu á Akureyri sem skuldaði 14 milljónir í íbúð þar. Bankinn keypti íbúðina á eina milljón og konan situr enn uppi með 13 milljón króna skuld og er á götunni. Þetta er raunveruleikinn sem við blasir hjá fjölda fólks.

Aðalvandamál fólks á sama tíma og atvinnuleysi hrjáir það er verðtrygging skuldanna. 13.500 kr. launahækkun í þessarri verðbólgu samhliða verðtryggingunni er hjákátleg.  Af hverju ættu ekki allir að sitja við jafnt borð og laun vera verðtryggð líka?

Ævar Rafn Kjartansson, 25.3.2009 kl. 12:13

5 identicon

Komið þið sælir !

Ævar Rafn; og Héðinn ! Líkast til; mætti til kraftaverka telja, ef Hrannar Björn myndi svara ykkur, með vitrænum hætti.

Kratar eru; fyrst og fremst, fólk innihaldslauss blaðurs, og eru búnir að vera okkur dýrir á fóðrum, ekki síður - en hinir frjálshyggju flokkarnir (B og D listar).

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ohhh, Clash-aðdáandi!!! Ég er ekki ein

En tek líka undir það sem þú ert að segja þó ég sé nú reyndar á þeirri skoðun að eitt af því sem þarf að koma á til að vinna lýðræðinu brautargegni í samfélaginu og réttlætinu um leið er persónukjör.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:24

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Rakel, ég tók eitthvað próf á Fésbókinni sem átti að segja hvaða lag lýsti mér best. Should i stay... kom upp. Og þó ég sé ekki endilega sammála því vali þá er ég enn fúll yfir því að hafa sleppt tónleikunum þeirra hér Ein af mögnuðustu hljómsveitum sem uppi hafa verið.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.3.2009 kl. 11:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi tekst ráðamönnum að komast til að bjarga þjóðinni út úr þessum ógöngum.  En það er ekki gott þegar fyrrverandi stærsti stjórnmálaflokkurinn þvælist fyrir í öllum málum með málþófi og viðspyrnu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband