Þetta segir ýmislegt um álit umheimsins á íslenska stjórnkerfinu.

ÖSE segir að almenningur hér á landi virðist treysta á framkvæmd kosninganna. Það gildir ekki það sama um Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem vill senda eftirlitsmenn til að fylgjast með kosningunum. Þetta er bara eitt af ótal dæmum um hvernig umheimurinn treystir okkur ekki eftir að fámennum flokkshollustuklíkum og leikfélögum þeirra tókst að mergsjúga ekki bara Ísland heldur nánasta umhverfi. Og sex mánuðum seinna eru íslensk stjórnvöld og stofnanir enn að „haarda“. Sjálfsagt fáum við svo Framsóknar- Sjálfstæðismanna stjórn eftir kosningar og dæmum okkur endanlega út úr korti alþjóðasamfélagsins. Og flokksgæðingar fá áfram að fitna.

Þetta er yndislegt land. Land sem tekur lán sem það notar ekki og borgar hærri vexti af en það fær fyrir að geyma það í bandarískum banka. Land þar sem rætt er um á þingi hvort selja eigi áfengi í verslunum þegar reitt atvinnulaust og ráðvillt fólk ber bumbur fyrir utan Alþingi og krefst aðgerða. Land þar sem allar lögmannastofur og endurskoðendur landsins virðast hafa tekið þátt í blekkingum pappírstígrisdýranna sem þóttust eiga landið skuldlaust fyrir utan tíund til rétta flokksins.

ÖSE eins og Eva Joly eru hissa og forviða á því hvað hefur verið gert og hvað ekki. Það gildir það sama um umheiminn.  Rétt eins og þegar fyrrverandi forsætisráðherra ætlar að láta hvítbókina sína ákvarða hvort hann hafi gert eitthvað rangt. Við vitum það öll að hann stóð ekki vaktina. Ekki frekar en Ingibjörg Sólrún, viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra, fjármálaeftirlit, seðlabanki, lífeyrissjóðirnir, verkalýðshreyfingin, forseti landsins, samtök atvinnulífsins eða við.

En við bárum ekki ábyrgðina. Við kusum fólk á þing sem réð svo aðra til að láta kerfið virka.  En kerfið virkaði ekki betur en þetta og þeir sem bera ábyrgð á því eiga að viðurkenna það strax. Ekki bíða eftir syndakvittun frá nefnd sem þeir sjálfir skipa.

Það hlýtur að vera krafa okkar allra að kona eins og Eva Joly eða þeir sem hún treystir til fái fullkomna veiðiheimild á vargana sem komu landinu á þann stað sem það er núna. Sérstakur saksóknari er kettlingur úr röðum Sjálfstæðismanna og það eina sem frá honum mun koma er klór með vandræðum yfir stærstu stykkin í sandkassa útrásarblóðsuganna sé það flokknum þóknanlegt.

Heyrði í dag viðtal við mann sem vann við finnskar kosningar í nokkur skipti. Þar velur þú mann eftir númeri og um leið þá hans flokk. Þeir sem fá efstu sætin skipa þá efstu sæti flokksins á þingi. Þetta er kannski ekki gallalaus hugmynd en gefur fólki möguleikann á því að kjósa þann sem það treystir burtséð frá hvaða flokki hann tilheyrði. 


mbl.is ÖSE fylgist með kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Engin kosningakerfi eru gallalaus og engar breytingar á þeim geta orðið endanleg lausn. En okkur er skylt að standa vaktina og krefjast veigamikila breytinga núna. Reiðastur er ég þó yfir því núna að pólitíkusarnir eru greinilega ákveðnir í að sinna kallinu um stjórnarskrárbreytingar með því að stýra þeim sjálfir. Ég vil ekki sjá neinn atvinnupólitíkus koma nærri þeirri vinnu. Því legg ég til að trúverðug nefnd skipuð af grasrótinni fái aðsetur í Færeyjum og landgöngubann sett á íslenska stjórnmálamenn meðan vinnan stendur yfir. 

Árni Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Lýst vel á þessa hugmynd!

Ævar Rafn Kjartansson, 19.3.2009 kl. 10:10

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður pistill hjá þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 17:44

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Því miður vorum "við" sennilega ekki traustsins verð.   Það er víst ekki endalaust hægt að feika fjármálavit, heiðarleika og hamingju...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 20:57

5 identicon

góður pistill - verst að eftirlitsmenn esb munu ekki finna nein kosningasvindl, kerfið er inngróið og viðheldur sér sjálft, við fáum samskonar stjórn hvort sem sjálfstæðisflokkur er með eða ekki

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.