Sá síðasti sem á eftir að víkja.

Ólafur útrásarrós er einn eftir af þeim sem ábyrgð bera á að blekkja umheiminn og okkur með íslenska ENRON hneykslinu. Hann jarmaði við allar sínar opinberu athafnir um hversu miklir snillingar þetta væru sem komu landinu á höfuðið. Til að bæta gráu á svart hefur hann hneykslað og  móðgað vinaþjóðir okkar. Með því að neita að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið gerði hann forsetembættið pólitískara en það hefur nokkurn tíman verið. Ég ætla ekki að reyna að dæma um hvort það hafi verið rétt. En framkoma hans og framlag sl. vikur er svo á skjön við þá mynd sem við höfum haft af hlutverki forseta landsins að ég get hvorki né nenni að halda kjafti.

Tveir embættismenn: Seðlabankastjóri og forseti landsins hafa farið langt, mjög langt útfyrir verklýsingu starfa sinna. Annar er farinn. Ég krefst þess að hinn segi af sér líka.


mbl.is Tæpur þriðjungur ánægður með forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Fyrst að Davíð þurfti að fara þá á sjálfssögðu Ólafur Ragnar að fara, hann hlýtur að fá eitthvað að gera í Bónus. Gæti meira segja orðið verslunarstjóri

Guðrún Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband