Game over Björn...... það eruð bara þið steingervingarnir sem fattið það ekki.

Björn Bjarnason má eiga eitt. Eða jafnvel tvennt. Hann er trúr sinni sannfæringu. Hann er vinnusamur. En hann má líka eiga það að vera nátttröll. Risaeðla í postulínsbúð. Steingervingur í íslenskum stjórnmálum. Eins og svo margir aðrir sjálfstæðismenn. Ég er ósammála Birni í flestu ef ekki öllu en ég kem ekki nokkurn tímann með að ásaka hann um að vera tvöfaldur. Frekar en yfir frjálshyggjupostulann á þingi. Pétur Blöndal. Veruleikastafyrrtasta mann landsins á eftir stuttbuxnagjammandanum Hannesi Hólmstein sem fékk starf hjá hinu opinbera þrátt fyrir að vera ekki talinn hæfastur. En í réttum flokki.

Guðlaugur Þór, Sigurður Kári, Hanna Birna, Gísli Marteinn. Færibandaframleidd jágjammandi möppudýr boðin fram sem VALKOSTIR! Við vitum að úr öllum pípum þessa fólks rennur ekkert annað en það sem FLOKKURINN vill. Við vitum að þau eru búin að sækja námskeið í framkomu, talanda og klæðaburði til að FALLA FÓLKI VEL Í GEÐ. Við vitum líka að þeirra pólitíski metnaður liggur í því AÐ FÁ VÖLD. Völd fyrir sig og sína. Sjálfsagt hugsa sumir en já hvað með hina flokkana? Það gildir það sama um þá.

En við venjulegir Íslendingar höfum sýnt það sl. vikur að þið eruð hætt að blekkja okkur. Framsókn tókst kosningar eftir kosningar að halda velli með hundruðum milljóna í PR og auglýsingar. Rétta fatnaðinn og framkomuna. Sem breyttist svo í embættisveitingar til rétta fólksins. Dýralækninum í fjármálaráðuneytinu verður ekki stætt á að ráða fleiri vini og ættingja Seðlabankastjóra. 

Þorgerður Katrín, ef hún heldur áfram andófi sínu gagnvart flokksklíkunni á möguleika á því að endurreisa Sjálfstæðisflokkinn. Andófi sem hrakti Þorstein Pálsson úr embætti formanns. En ég held að fyrr frjósi í helvíti.

Skráning hafin í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins

 


mbl.is Björn: Mikilvægt að búið sé að velja landsfundarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hraustlega og vel mælt Ævar. Hún er ótúleg meldingin um að Sálfstæðisflokkurinn eigi ekki að elta Samfylkingu úr einu vígi í annað þar með talið að vera að eltast við kröfuna um endurnýjun í seðlabanka og Alþingi. Eftir þetta bætir hann við að Samfylkingin verði að gera það upp við sig hvort hún treysti sér að stjórna landinu. Hrokinn er algjör.

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.1.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mikið er ég glaður að menn séu farnir að blogga með þessum hætti um Íhaldið. Þetta er nefnilega hárrétt hjá þér. Menn eins og Björn,Hannes hólmsteinn og Pétur Blöndal eru ekkert tvöfaldir en það sem hrjáir miklu frekar þessa háu herra er veruleikafirring.  Íhaldið er hlálegt eigin-hagsmunabandalag sem fjöldaframleiðir afleidda polutíkusa sem eru lítlu skárri en klappstýrur fótboltaliðs.  Ég hef aldrei skilið ægisgreipar þessa flokks yfir fólki sínu og líklega aldrei mun því mig skortir siðblindu til þess.

Brynjar Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það kemur til með að fara fram sársaukafullt uppgjör. Uppgjör við siðlausa glæpi, vanhæfni stjórnmálamanna og stofnana lýðveldisins. Sum okkar missa húsin sín. Ég atvinnulaus er sennilega þar á meðal. En ég ætla ekki að leyfa þessum flokkum (eða hinum) að halda áfram að stjórna landinu. Ég er til í að missa allt ef ég veit að við stjórnvölinn verða menn og konur sem einbeita sér að því að hér rísi nýtt lýðveldi þar sem óhugnaður sl. ára fái aldrei aftur að eitra samfélagið. Hitt er svo annað mál að þrátt fyrir mitt atvinnuleysi vorkenni ég meira þeim sem hafa bara alist upp við góðæri. Ég ÆTLA að leysa mín mál.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 22:25

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég ber virðingu fyrir heiðarlegum stjórnmálamönnum sem eru kraftmiklir fulltrúar skoðanna stórs hóps kjósenda. Björn Bjarna og Pétur Blöndal eru einmitt slíkir. Ég er ekki sammála þim um margt en þeir eru góðir fulltrúar skoðanna ákveðins hluta íslensku þjóðarinnar sem á rétt á þingfulltrúum alveg eins og ég. Á Íslandi býr talsvert af risaeðlum og skoðanir þeirra ber að vera fulltrúar fyrir á þingi.

Héðinn Björnsson, 25.1.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband