Flottur gjörningur....

Nemendur í Listaháskóla Íslands hvetja mótmælendur á morgun til að stilla vekjarann á símanum sínum á 14.50 á morgun og vekja þjóðina og stjórnvöld. Þetta finnst mér töff pæling og tek þátt. Hitt er svo annað mál að ég vil að Hörður Torfason biðjist afsökunar á ósmekklegum ummælum um hvernig Geir og í hvaða samhengi tilkynnti veikindi sín. Mótmælendur hafa sýnt það með samstöðunni við jarðaförina, skjaldborg um lögregluna og það að yfirgefa Valhöll í ljósi veikinda Geirs að við erum ekki skríll eins og sumir vilja stimpla okkur heldur venjulegt fólk sem þráir stjórnmálamenn sem eru að vinna fyrir okkur en ekki flokkinn sinn og góðvini. Hörður er búinn að standa sig eins og hetja en hann hefur líka gert mistök. Og það er allt í lagi að viðurkenna mistök. Er meira að segja ekki bara bundið við stjórnmálamenn. En þrátt fyrir dagssetningu á kosningum er ríkisstjórnin enn með yfirklór. Stjórn Seðlabankans og fjármálaeftirlitsins enn að störfum og hlegið að okkur erlendis. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að koma þeim frá.


mbl.is Sextándi mótmælafundurinn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Djöfuls kerlingavaæl er þetta í þér, bað Geir OKKUR Þjóðina einhverntímann afsökunar á sínum afglöpum ??

Skarfurinn, 23.1.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Nei það gerði hann ekki en það þýðir ekki að maður þurfi að vera á sama plani og hann.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Hermann Bjarnason

Herði var bara komið á óvart, hvað á að segja, fyrst brennur í miðborginni kvöld eftir kvöld og svo "segir forsætisráðherra af sér", vegna veikinda...!?

Hermann Bjarnason, 23.1.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Eins og ég sagði í síðustu færslu: Það má eiginlega segja að hann sé að stíga til hliðar á sínum forsendum en ekki mótmælenda þá er þetta allt svo súrrealískt og kannski var Hörður of orðhvatur. En mætum á morgun.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 22:02

5 identicon

Varðandi Hörð Torfa, þá fékk ég eftirfarandi póst frá bloggvini. 

Til varnar Herði Torfasyni

Eftir mikla íhugun og yfirlegu yfir hljóðbút vitlasins við Hörð í þeim tilgangi að sjá hvers vegna hann er svo ó hræddur við að svara á þennan hátt hef ég áttað mig á því að í upphafi viðtals veit ég í raun ekkert um hvað hann er spurður
Það er nefnilega klippt og látið liggja eins og þetta sé beint viðtl án fororða en svo er ekki. Hún spyr

Hvort að nýjustu fréttir breyti einhverju fyrir raddir fólksins?
Hverjar voru nýjustu fréttirna.

KOSNIGAR 9 mái ekki veikindi Geirs

Mér þykir miður að svo lúleg vinnubrögð skuli enn og aftur koma í ljós innan blaðamannastéttarinnar

Hvet ég ykkur til að láta alla vita af þessum vinnubrögðum

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:48

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já kannski er þetta bara helvítis væl í mér eftir allt saman.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.