Ólögmæt mótmæli?

Í gær þegar lögreglan úðaði piparúða, fyrst yfir ljósmyndara og svo hvern þann sem þeim fannst ekki nógu fallegur hömruðu þeir á því að þetta væru ólögmæt mótmæli. Ástæðan er sennilega sú að enginn fyllti út til þess gert eyðublað í 3riti og sótti um leyfi til að vera reiður og láta það í ljós. Það var semsagt enginn meðal mótmælenda með stimpil frá Lögreglunni um að hann mætti vera reiður og garga sig hásann. Á sama hátt er Geir H. Haarde  hneykslaður á vinstri grænum þingmanni fyrir að garga á Alþingi eins og mótmælandi á útifundi. Eins og skríllinn. Að sjá þennan mann núna í Kastljósi og Íslandi í dag halda uppi vörnum varð nánast til þess að maður fyndi til með honum. Sá málstaður sem hann er að verja er svo aumur að margendurteknu frasarnir virka eins og afneitun strútsins.

Það sem stjórnvöld og lögreglan átta sig ekki á að það eru engin skipulögð mótmæli í gangi. Það er enginn stjórnandi. Það er ekkert afl á bak við þessa reiði annað en einstaklingar. Það fékk enginn mig til að koma en það fékk mig eitthvað til að koma. Og það er það að umboð núverandi ríkisstjórnar hefur í mínum huga verið afturkallað.

Þið sváfuð á verðinum. Mín krafa er, og ég tala ekki fyrir hönd neins annars: Seðlabankastjórn burt, stjórn Fjármálaeftirlits burt. Forsetinn segi af sér. Ríkisstjórnina burt. Forstjóra samkeppniseftirlitsins burt eða efld völd hans - ekki veit ég hvers vegna þetta sé tannlaus kettlingur.  Og umfram allt að glæpamennirnir sem komu okkur í þessa stöðu verði HNEPPTIR Í GÆSLUVARÐHALD meðan málin eru rannsökuð. Ég tel nefnilega að það sé mikilvægara en að handtaka 350 manns á Suðurlandi EINU vegna mismerkilegra skulda þeirra einstaklinga.

Myndir og greinar annarra frá mótmælunum:  http://pallih.tumblr.com/

Enn læti í bænum - myndir og myndband

 

Myndir frá mótmælunum í dag.

dcp_9967.jpgdcp_9990.jpg

dcp_0014.jpg

dcp_0022.jpgdcp_0053_776930.jpg


mbl.is „Stjórnarslit fyrir helgi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.