Það er mikil vinna í gangi hjá lögruglunni...

Það er aftur að komast kraftur í mótmælin og næsti þriðjudagur verður spennandi. Fréttamennskan af fundinum er samt enn í anda ríkisóstjórnarinnar, Rúv segir að við höfum verið 2000 manns. Mbl.is segir á fjórða þúsund. Ég hefði haldið nær 5000 manns. En það er eitthvað mikið að þegar þetta er orðin staðreynd hér á landi:

„Ég fer svo og lýk því sem ég þarf að gera og mæti niður á stöð strax eftir vinnu. Þar hitti ég strák úr aðgerðahópunum og sem segir að búið sé að ná í margt af fólkinu. Það hafi verið viktað, mælt , tekin lögreglumynd með númeri, fingraför og allt.“

„Eftir að skýrslutökunni lauk vildi lögreglan fara að spjalla aðeins um mótmælin, hvort mér finndust þau vera friðsöm og eitthvað slíkt. Við ræddum hugmyndafræðina í mótmælum. Oddgeir tók örlítinn þátt í spjallinu, en ekki þannig að ég tæki eftir neinu sérstöku í því sem hann sagði.“

Þegar Sólveig kom heim brá henni hinsvegar illa. Þá fékk hún þær upplýsingar frá systur sinni að Oddgeir bloggaði á moggablogginu og þar léti hann í ljós hreint hatur á mótmælendum og þar hefði hann líka bloggað um þörfina á því að stofna hvítliðasveit. 

Hér er öll greinin.

"9. gr. Lögmanni er skylt að gera skjólstæðingi sínum kunnugt hvaðeina, er kann að gera hann háðan gagnaðila eða gera tortryggilega afstöðu hans til gagnaðila, svo sem frændsemi, samstarf, fjárhagslega hagsmuni eða önnur slík tengsl."  http://www.lmfi.is/logmenn-og-thjonusta/log-og-reglur-um-logmenn/sidareglur-logmanna/ 

Skóli stöðvar auglýsingu um mótmælafund Mótmælafundir víðar um landið en áður


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já hún er mögnuð þöggunin hjá fjölmiðlunum. Það voru ekki undir 4000 manns á Austurvelli í dag þegat mest var.

Sjáumst á þriðjudag. kv

hilmar jónsson, 17.1.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég las báðar greinarnar sem þú vísar í á Smugunni í gær ásamt greinum um yfirheyrslur yfir mótmælendum á Nei-inu. Viðtalið við Sólveigu og greinarnar inni á Nei-inu slógu mig töluvert. Ekki síst út af því að þetta minnti mig allt á bókmenntir og lífsreynslusögur sem ég hef lesið um aðgerðir stjórnvalda í fyrrum kommúnistaríkjum Austur-Evrópu gagnvart meintum andófsmönnum. Íslensk stjórnvöld leggjast svo sannarlega lágt þegar þau eru farin að beita lögreglunni á þann hátt sem kemur fram í þessum greinum. Mér sýnist mega kalla þetta grófustu gerð af einelti!

Varðandi það að banna að auglýsing um mótmælin hér á Akureyri væru hengd upp í öðrum framhaldsskólanum hér þá langar mig til að bæta því við að það er nú í skoðun hvort bannið er byggt á einhverjum reglugerðar- eða lagabókstaf eða hvort þetta er aðeins einn angi þeirrar virku þöggunar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur einkum gert sig sekan um víða í samfélaginu á undanförnum árum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Rakel, það er allavega ljóst að við sem höldum að við séum að mótmæla í jafningjasamfélagi erum að vaða reyk. Þetta er sennilega eins og þú segir austur-evrópu syndrome. Varðandi „verjanda“ konunnar á ég ekki orð. Vilmundur Gylfason bjó til frasann löglegt en siðlaust og þetta er enn eitt dæmið um það.

En það verður ljósara með hverjum deginum hversu djúpstætt krabbamein grasserar í samfélaginu. Krabbamein sem við þurfum að uppræta.Það er greinilega búið að smitast út í allt samfélagið.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.1.2009 kl. 21:05

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er þér svo hjartanlega sammála þér! Manni fallast þó við og við hendur við að fá það svona í andlitið, eins og í gegnum þessar greinar, hvað meinvarpið er umfangsmikið og ljótt! En svo rís maður upp aftur því þetta bara má alls ekki viðgangast lengur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:09

5 Smámynd: Landfari

Hvernig getur þú Hilmar verið á móti "þöggun sjáfstæismann" eins og það hefur verið kallað en stutt þöggun Harðar Torfa á röddum sem honum eru ekki þóknanlegar.

Nú beitir Hörður lögreglu fyrri sig til að koma í veg fyrir að fundi hans sé mótmælt, á nákvæmlega sama hátt og hann hyggst mótmæla sjálfur við annan fund.

Er Hörður, með fullri virðingu fyrir honum og því sem hann er að reyna að gera, en tekst alveg hrapalega, þá er hann orðinn mög ósakvæmur sjalfum sér. Nema náttúrulega að hann sé svona miklu "jafnari" en hinir. 

Landfari, 18.1.2009 kl. 03:02

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Landfari, til að ég taki mark á þér og svari þarf að vera eitthvað meira en dulnefni á bak við það sem þú hefur að segja. Ég kem fram undir fullu nafni og stend undir því sem ég segi. Mér finnst aumkunarvert þegar fólk felur sig undir dulnefnum. Þess utan skil ég ekki þörfina á því að vera huldudýr.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.1.2009 kl. 23:33

7 Smámynd: Landfari

Ævar, ég var að beina spurningu til Hilmars en ekki þín þó þetta sé á síðunni þinni.

Þar em ekki fylgir tal með þessu moggabloggi þarf að kunna að lesa til að geta vitað nafnið mitt. Ef sú kunnátta er ekki fyrir hendi er kanski einhver góðhjartaður nærhendis hjá þér sem gæti gert það fyrir þig.

Hinsvegar finnst mér alltaf meira máli skipta hvað menn segja en hvað þeir heita.

Landfari, 19.1.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband