14.1.2009 | 14:23
Er hægt að gera verr?
Hann segir að hægt að draga lærdóm af því sem þar kom fram en mikið sé talað um hve erfitt sé fyrir almenning að fá upplýsingar um stöðu mála þrátt fyrir að stjórnvöld hafi reynt að bæta þar úr. Eflaust má gera betur í þeim málum," segir Jón Þór.
Er hægt að gera verr spyr ég nú bara eins og bjáni? Hver hefur upplýsingaveita stjórnvalda til almennings verið? Nokkrir stirðbusalegir blaðamannafundir þar sem Geir og valdalausa klíkan rymja út úr sér nokkrum hagfræðistærðum, klisjum og frösum og leyfa svo völdum blaðamönnum að spyrja örfárra spurninga. Svo er sagt stopp, búið, út með ykkur. Nýráðinn fjölmiðlafulltrúi hefur engu breytt.
Þjóðin, ekki bara þeir atvinnulausu og sem eru að missa húsin sín vil fá að vita: Hvað gerðist? Af hverju gerðist það? Hverjir bera á byrgð á því? Hvað er framundan? Og hvernig ætla stjórnvöld að standa að málum? Þetta er ekkert flókið. Einfaldar spurningar þó að vissulega hafi þurft að rannsaka sumt til að svara þeim. En sú rannsókn hefði átt að byrja fyrir 3 mánuðum síðan. Við hefðum átt að fá einhver skýr svör frá stjórnvöldum önnur en bara 7% atvinnuleysi, 18% stýrivexti og 20% verðbólgu. Ríkisstjórn sem hefur ekkert fleira að segja við kjósendur sína er ekki bara vanhæf hún er hættuleg heilsu þinni!
Jón Þór: Áhugaverður fundur með Wade | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þessum orðum þínum
Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 14:47
Sammála!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:03
Ætli fólk fari nú að vakna ?
Vilhjálmur Árnason, 15.1.2009 kl. 01:33
Ég kvitta undir þetta hjá þér Ævar, hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur.
Haraldur Hansson, 16.1.2009 kl. 17:10
Bingó Ævar, eins og talað frá mínu hjarta
Diesel, 16.1.2009 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.