Geir Jón Þórisson er hetja mótmælanna!

Þrátt fyrir að ég sé eindreginn stuðningsmaður mótmælanna og satt að segja styðji aðgerðir „orkanna“ þar sem mér finnst þörfin á því að losa okkur við „landráðamennina“ og draga glæpamennina til ábyrgðar vera fremst í því ástandi sem nú er get ég ekki annað en dáðst að Geir Jóni og framgöngu hans.  Lögreglustjóratitturinn sem Björn Bjarnason skipaði sennilega eftir flokksskírteini hefur ekki komið eins vel út í möppudýrareglugerðarframkomu sinni. Allt eftir bókinni og skipunum að ofan býst ég við. En meðan Geir Jón er í forsvari fyrir lögregluna er enn von um að það fari ekki allt í bál og brand. Ekki mikil því reiðin magnast með hverjum sem verður atvinnulaus og sér fram á að missa eigur sínar.

Það er ömurlegt að sitja uppi með þessar gufuluðrur á þingi og í ríkisstjórn og sjá ekki fram á neitt annað en aumt yfirklór og hyglingar valinna í vandanum. Við þurfum að losa okkur við alla þingmennina, ráðherranefnurnar, fjármálaóeftirlitið, bleðlablankann, útrásarógeðin, sjónlausu samkeppnisstofnunina, kolkrabbann, krossfiskinn og SÍS mafíuna.

En höldum Geir Jóni.

Ég kynntist honum fyrst fyrir um 30 árum síðan þegar hann sennilega óafvitandi braut lög. Gaf út símaskrá Vestmannaeyja með félögum sínum í Eyverjum, félagi ungra Sjálfstæðismanna í eyjum. Prófarkalas hana og kvittaði fyrir. Á þessum tíma var forstjóri símans í eyjum gegnheill kommúnisti og Síminn hafði einkarétt á útgáfunni. Ég vann þá í prentsmiðju í eyjum og við prentuðum þessa skrá að næturlagi og komum undan áður en tókst að stöðva okkur. Þá var Geir Jón lögregluþjónn í eyjum. Og þurfti að hlýða skipunum símakommans. Sem hann gerði. Hann gerði upptækar allar NOTUÐU prentplöturnar okkar og pappírsbunka þar sem við höfðum prentað vitlausar síður saman. Þetta mál varð á endanum til þess að þessi fáránlega einokun Pósts- og síma á útgáfu staðbundinna símaskráa var afnumin. Þetta sýnir að þó maður sé löggimann getur maður breytt samfélaginu. Það þarf bara að hvísla því að Gazmann.


mbl.is Fullt út úr dyrum í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek heils hugar undir þetta. Ég tel að Geir Jón hafi flest ef ekki allt það til að bera sem af góðum löggæslumanni er krafist.

Árni Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Virðing er áunnin og Geir Jón hefur áunnið meiri virðingu þverpólitískt en flestum hefði verið fært í hans stöðu.

Héðinn Björnsson, 14.1.2009 kl. 16:07

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er einmitt málið, þessi virðing er áunnin.

Ævar Rafn Kjartansson, 14.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.