17.11.2008 | 14:05
Það er engin spilling á Íslandi - eða hvað?
Kjósendur fá ekkert að vita um fjármál stjórnmálaflokka hér á landi. Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði nefnd um fjármál stjórnmálaflokkanna 2005. Málið er enn í nefnd! Sjálfsánægðir og andvaralausir opinberir embættismenn á Ísland, sem trúa því sjálfir að þeir og þjóðin sé óspillt, eru ekki líklegir til að hefja aðgerðir til þess að uppræta spillingu. utvarpsaga.is
Eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð niður hafa tölur um ójöfnuð hér á landi ekki verið birtar opinberlega. Davíð Oddsson lagði Þjóðhagsstofnun niður vegna þess að hún neitaði að birta bara spár sem væru honum þóknanlegar. Tekjuójöfnuður á Íslandi var á síðasta ári einhver hinn mesti í hinum vestræna heimi. Hann hefur tvöfaldast frá árinu 1993. Þannig er ójöfnuður á Íslandi nokkru meiri en í Bandaríkjunum og líklegast sá mesti í hinum vestræna heimi. eyjan.is
Forsenda fyrirgreiðslustjórnmála er löngum talin sú að þegar lýðræði þróast í landi þar sem sterk stjórnsýsla er ekki til staðar (eins og á Íslandi) geri það stjórnmálamönnum kleift að nota pólitíska bitlinga til að verðlauna sína stuðningsmenn og þannig kaupa sér stuðning. deiglan.com
Einkavæðing eða einkavinavæðing bankanna sem Valgerður Sverrisdóttir fullyrti á borgarafundi að hefði verið á faglegum nótum: þegar ákveðið var að einkavæða Landsbankann, þá sagði ríkisstjórnin mjög mikilvægt að eignaraðild í bankanum yrði dreifð. Enginn einn aðili mátti eiga ráðandi hlut í bankanum. Bæði fulltrúi seljanda og hugsanlegs kaupenda lýstu því yfir að mikil pólitísk afskipti hafi átt sér við val á kaupenda á hlut í Landsbankanum og sagði fulltrúi seljanda í einkavæðingarnefnd sig m.a. úr nefndinni af þeim sökum. Afsögn Steingríms Ara Arasonar sem sagði af sér út af vinnubrögðum hefur vakið mikla athygli. Hann kaus að tjá sig ekki frekar um málið vegna þess trúnaðar sem hann hefur undirgengist í nefndinni. Öllum er þó ljóst af yfirlýsingum hans að atburðarrásin fram að ákvörðuninni um að ganga til samninga við eignarhaldsfélagið Samson sem ekki átti hæsta tilboðið var æði skrautleg. Spurt er hversvegna í ósköpum var ekki gengið til viðræðna við þann sem átti hæsta tilboðið? Hreinn Loftsson sagði líka af sér sem formaður einkavæðingarnefndar vegna deilna við forsætisráðherrann. malefnin.com
Helmingaskiptaregla Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þessi miklu pólitísku afskipti,í gegnum eignarhald ríkisins, á Landsbankanum báru með sér spillingu og mismunun, því í skjóli þessa fyrirkomulags og haftastefnu stjórnvalda þrifust gæðingar stjórnmálaflokkanna, enda kjöraðstæður fyrir stjórnmálamenn til að geta "skammtað" og "skaffað" eftir eigin geðþótta, sér og sínum til framdráttar án þess að horft væri til hagsmuna heildarinnar. Lúðvík Bergsveinsson
Illugi Gunnarsson fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar hefði setið í sjóðsnefndum Glitnis.
Sjóðum eins og sjóði 9 sem lugu að fjárfestum um í hvað fjárfestingarnar færu. Sjóði sem enduðu á því að eyða innistæðum sjóðsfélaga, jafnvel ævisparnaði í að reyna að bjarga vonlausum fjárfestingum eigenda Glitnis.Af hverju var peningum dælt inn í þennan sjóð í hruninu? Hverjum var verið að bjarga?
Dæmi um það þegar framsóknarmenn komast yfir fé án hirðis: Fjárfestingafélagið Gift, sem fór með fjármuni Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, virðist vera orðið eignalaust þegar eignasafn félagsins í fyrra er skoðað og borið saman við afdrif þeirra eigna upp á síðkastið. visir.is, öll greinin
Stjórnmálakerfið hér á Íslandi er auðvitað kolbrenglað og gerspillt þar sem flokkshollustan er mun mikilvægari en almenn skynsemi. Hauspokaland .besta land í heimi!
Skipanir í dómarastöður: Allir eiga þeir það sameiginlegt að tilkallaðar sérfræðinefndir hafa dæmt þá mun vanhæfari en aðra umsækjendur, og í einhverjum tilvikum vanhæfasta Sigurður Ólafsson
Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur fær veiðileyfi í dýrustu laxveiðiánni á útsöluprís frá stærsta auðhring landsins. eyjan.is
Þessar 480 þúsund krónur fóru í að greiða veiðileyfi, mat og gistingu fyrir Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson þáverandi borgarstjóra, Björn Inga Hrafnsson þáverandi formann borgarráðs og eiginkonur þeirra þá þrjá daga sem mannskapurinn dvaldi við laxveiðar. visir.is
Það má líta á það sem merki um spillingu í lýðræðisríki þegar fáeinir ráðherrar og jafnvel forsætisráðherra einn getur stjórnað ferðinni að mestu án samráðs við aðra, jafnvel án samráðs við aðra ráðherra. Það er sömuleiðis til marks um spillingu þegar þing og ráðherrar geta ekki komið óhæfum seðlabankastjóra úr embætti jafnvel eftir að hann hefur gerst sekur um verstu afglöp. Jón Ólafs
Hvítþvotturinn þegar stjórnendur þróunarfélags Keflavíkurvallar seldu sjálfum sér eignir. Stofnunin telur óheppilegt að sömu aðilar tengist bæði Þróunarfélaginu og félögum sem keypt hafa eignir af því. mbl.is öll greinin
Samráð olíufélaganna og eiginkonan dómsmálaráðherra. Var að vísu sett í annað ekki eins pínlegt embætti áður en málið komst í hámæli. Þar var fórnað peði en kóngarnir sluppu enda ekki skemmtilegt fyrir dómsmálaráðherrann að eiga dæmdan mann.
Allir þessir auðkýfingar - olíufurstar eða fjármálajöfrar - eiga góðar tengingar inn í Sjálfstæðisflokkinn, sem aftur skipar kommissara sína í embætti til að halda verndarhendi yfir villidýrunum. Undir verndarvæng Flokksins
SR mjöl hafi verið frægara dæmi um þetta. Þá fór það ekki milli mála að ekki-hæsta tilboði var tekið. Sá sem átti hæsta kærði en var hótað miklum skaða ef hann drægi ekki kæruna til baka, sem hann gerði, enda mikið í húfi fyrir viðkomandi. www.malefni.com
Hefur áhyggjur af ráðstöfun á IMF-láni Hann (Ólafur Ísleifsson) hefur hinsvegar áhyggjur af því að þær 800 milljónir dollara sem eru á leið hingað til lands frá sjóðnum fari í hendurnar á sömu mönnum og ríktu hér í hruninu. visir.is
Forstjóri Össurar segir í hádegisfréttum að tiltrú umheimsins á ríkisstjórninni, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu sé engin! Það er furðulegt og útlendingar skilja það ekki að sömu menn sitji enn.
Þetta er stutt samantekt á spillingu og því hversu rotnir innviðir stjórnarkerfisins eru orðnir. Það sem að mér finnst samt ógeðslegast við þetta er að upptalningin hér er bara brot af því sem hefur fengið að líðast sl. ár. Það er ólíðandi að þetta lið fái tækifæri til að moka yfir það sem þolir ekki dagsbirtu og haldi dauðahaldi áfram um völdin. Það er ekki verið að velta við steinum núna það er verið að malbika yfir þá! En ekki svo ágætu valdhafar: Þið komist ekki upp með þetta!
Ánægður með samninginn við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Athugasemdir
Sæll
eigum við að ræða þetta eitthvað hérna sýnist mér vera maður sem er tengdur við lífið held næstum framsóknarmaður :) ætla ekki að setja þig í flokk en þetta eru snilldarpistlar hjá þér bara gat ekki hætt að lesa og alls ekki sleppt því að kommenta. Vildi hafa sama ritvilja og þú því ég er fokksillur yfir björgunarpakka ríkisstjórnarinnar það er að segja svokölluðum og þegar ég fer að hugsa um hann meira og meira verð ég bara reiðari of reiðari. förum og færum þessa menn af þingi með góðu eða illu mér er skapi næst að segja strax burt með þetta lið strax.
kveðja
Halldór Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 02:03
Með góðu eða illu..........
Ævar Rafn Kjartansson, 21.11.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.