6.11.2008 | 13:13
Til hvers þurfum við 1.160.000.000.000 krónur?
Hér að neðan eru fyrirsagnir og úrdráttur úr fréttum sem við lesum þessa dagana. Það er nú hægt að verða þunglyndur og reiður yfir minna:
Skatttekjur ríkissjóðs dragast verulega saman
Landsframleiðsla dragist saman um rúm 8% 2009
Vaxtalækkanir í Evrópu - 18% stýrivextir hér.
Spá 10% atvinnuleysi
Spá 40% lækkun íbúðaverðs
Spá 20% verðbólgu
Uppboð jafnmörg og allt árið 2007
kaupmáttur myndi minnka um tólf prósent
Skuldirnar verða komnar nokkuð upp fyrir virði landsframleiðslunnar þegar á næsta ári.
Vaxtagreiðslur af auknum skuldum munu á næstu árum nema tugum milljarða króna.
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Heimilt er að ráða samtals hátt í 250 héraðslögreglumenn til starfa
Fjölmiðlaeinokun
IKEA hækkar verð um 25%
Fasteignasala dregst saman um 67,5%
Hundrað milljörðum skotið undan
Skuldir heimilanna 1.030 milljarðar króna
Bretar eru að fara að lána okkur 164.000.000.000. kr. vegna icesave. Já 164 milljarða!
IMF og fleiri 996.000.000.000.- Samtals 1.160.000.000.000 krónur!!!
Hvernig stendur á því að við þurfum á þessum peningum að halda ? Var ekki ríkissjóður skuldlaus og ígóðum gír. Ég man ekki eftir því að hafa tekið nýtt lán. Hvað þá að hafa tekið að mér að vera ábyrgðarmaður fyrir aðra sem ég veit ekki hverjir eru.
Á meðan á öllu þessu stendur fáum við almenningur ekkert að vita en ríkisóstjórnin er að vinna í málunum hvað svo sem það þýðir. Upplýsingar um IMF skilyrðin eru leynileg. Þingið valdalaust. Almenningur og fyrirtæki að komast í þrot. Fólksflótti jafnvel tugþúsunda framundan.
Og ríkisstjórnin Haardar áfram reynandi að halda okkur í upplýsingaþoku meðan verið er að breiða yfir mesta ósómann og bjarga flokksvinakerfinu. Burt með spillingarliðið!
Förum í stóra nauðarsamninga - setjum samnigsdrög við IMF í biðstöðu á meðan
Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
HVERNIG MÁ STÓRAUKA VERÐMÆTI Í ÍSLENSKU HAGKERFI
Spá 40% lækkun íbúðaverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Athugasemdir
Eins og þú veist Ævar "þá sá þetta nú enginn fyrir." Það vekur bjartsýni að sjá að við eigum stuðning í tveim prófessorum við Harward. Þeir skrifa í Fréttablaðið í dag og kalla þetta afrek útrásarvíkingana "áhættusama útrás."
Líklaga er málið nú ekki flóknara en það!
En hvenær ætli ríkisstjórnin hætti að ljúga daglega að þjóðinni?
Og hvenær skyldu trillukallarnir fá nóg af bullinu og drífa sig á sjóinn?
Mér er sem ég sjái lögregluna leiða tvö hundruð trillukalla í handjárnum frá borði og stinga þeim í grjótið!
Árni Gunnarsson, 6.11.2008 kl. 13:46
hehe "það sá enginn þetta fyrir" það er satt, ráðamenn þjóðarinnar og S(BL)eðlabankastjórnin sáu þetta ekki fyrir, þeir héldu að sprenglærðir hagfræðingar væru að grínast í sér þegar þeir voru að aðvaraðir ár eftir ár. Geir sagði alltaf að þjóðarbúskapurinn væri í góðum gír og ríkissjóður skuldlaus ... og að ráðamenn væru með þetta allt undir "control" og það væri bara hræðsluáróður sprenglærða hagfræðinga að grínast svona í sér ...
Sævar Einarsson, 6.11.2008 kl. 13:59
Lygar, getuleysi, hroki, spilling, samvirkni, græðgi, vanhæfni, miskunarleysi, lýðskrum, veruleikafyrrt, siðspillt og ósvífin verður grafskrift þessarar ríkisstjórnar. Auk Framsóknarflokksins eða þess sem eftir er af honum.
Ævar Rafn Kjartansson, 6.11.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.