Sem þýðir þá hvað?

Hvernig væri að blaðamenn mbl.is kláruðu vinnuna sína en kóperuðu ekki fréttatilkynningu og létu það duga. Hvað þýðir þessi frétt? Að Íslendingar séu ábyrgir fyrir Icesave reikningunum? Eða hluta þeirra? Á þessum tímum núna hefur komið í ljós algert getuleysi ráðamanna og fjölmiðlamanna til að SVARA SPURNINGUM! Þetta er svona eins og þegar ríkissjónvarpið sem flaggar öryggishlutverki sínu til að réttlæta afnotagjöldin, sýndi fótboltaleik milli Englendinga og Þjóðverja þegar Suðurlandsskjálfti varð 17. júní 2000. Lítið bofs um málið í fréttayfirliti var látið duga í staðinn fyrir að sinna starfi sínu.

Er það bara ég sem finnst komið nóg af svaraleysinu?


mbl.is Greiðsluskylda vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála þér.  Ég gat ekki skilið þessa frétt.

Marinó Már Marinósson, 27.10.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úrdr. úr lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, 1999 nr. 98 27. desember

9. gr. Greiðslur úr sjóðnum.
Nú er aðildarfyrirtæki að áliti Fjármálaeftirlitsins ekki fært um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðu, verðbréfa eða reiðufjár sem viðskiptavinur hefur krafið aðildarfyrirtæki um endurgreiðslu eða skil á í samræmi við þá skilmála er gilda. Er þá sjóðnum skylt að greiða viðskiptavini aðildarfyrirtækis andvirði innstæðu úr innstæðudeild og andvirði verðbréfa og reiðufjár í tengslum við viðskipti með verðbréf úr verðbréfadeild. Greiðsluskylda sjóðsins verður einnig virk ef bú aðildarfyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta í samræmi við lög um viðskiptabanka og sparisjóði og lög um verðbréfaviðskipti.
Álit Fjármálaeftirlitsins skal liggja fyrir eigi síðar en þremur vikum eftir að það fær fyrst staðfestingu á því að hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki hafi ekki greitt viðskiptavini sínum eða staðið skil á verðbréfum eins og því bar að gera. [Innskot: þegar þetta er ritað rennur þessi frestur út í dag]
Með innstæðu skv. 1. mgr. er átt við innstæðu sem tilkomin er vegna innláns eða millifærslu í hefðbundinni almennri bankastarfsemi og viðskiptabanka eða sparisjóði ber að endurgreiða samkvæmt skilmálum er gilda samkvæmt lögum eða samningum. Tryggingin nær hins vegar ekki til skuldabréfa, víxla eða annarra krafna sem útgefnar eru af viðskiptabanka eða sparisjóði í formi verðbréfa. [Innskot: þetta ákvæði undanskilur peningamarkaðssjóði að ég held]
Með verðbréfum skv. 1. mgr. er átt við verðbréf sem eru í vörslu, umsjón eða umsýslu aðildarfyrirtækis og því ber að endurgreiða eða standa skil á samkvæmt skilmálum er gilda um samskipti aðildarfyrirtækis og fjárfestis samkvæmt lögum eða samningum. [Innskot: legg þá merkingu að verðbréf í vörslu verðbréfasjóðs skuli endurgreiða í hlutfalli við andvirði þeirra (sem er í þessu tilviki ansi nálægt núllinu)]
...

10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu. [Innskot: þetta eru meginforsendurnar sem miða skal við ef ég hef skilið rétt]
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum. [Innskot: sé ekki tilefni til þess, skuldum Bretunum engan greiða, og slík lántaka virðist vera háð geðþótta sjóðsstjórnar]
...

IV. kafli. Erlend útibú.
13. gr. [Útibúum erlendra viðskiptabanka, sparisjóða, fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og lánastofnana annarra en viðskiptabanka og sparisjóða, sem starfa hér á landi en hafa staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, er heimil aðild að sjóðnum vegna innstæðna, verðbréfa og reiðufjár sem ekki er tryggt á sambærilegan hátt á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.]1)    [Innskot: sama ákvæði er í gildi í Bretlandi skv. EES-tilskipun sem þýðir að Landsbankinn átti tvímælalaust rétt á aðild að breska tryggingasjóðnum]
...
Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um aðild erlendra útibúa samkvæmt þessari grein að sjóðnum, svo og um þær viðbótartryggingar sem útibú þurfa til þess að geta starfað hér á landi. Um iðgjöld og greiðslur vegna trygginga samkvæmt þessari grein skal nánar kveðið á í reglugerð. [Slíka reglugerð var þar með Bretunum skylt að setja um starfsemina í eigin landi, en mér skilst að þeir hafi trassað að ljúka því í tæka tíð og þess vegna hafi málið ennþá verið í lausu lofti þegar IceSave var lokað,]

Vonandi varpar þetta einhverju ljósi á kringumstæðurnar. Ef ég mistúlka eitthvað mega lögfróðari menn gjarnan koma á framfæri leiðréttingum, sjálfur er ég ekki löglærður.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir þetta!

Ævar Rafn Kjartansson, 27.10.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband