Að Haarda er að gera ekki neitt!!!!!

Ég fékk að vita það hjá dóttir minni í gær að það er orðið til nýtt máltæki hjá krökkunum. Máltæki um að vera ekki að gera neitt, vera stikkfrí, vera til einskis: þá er maður að Haarda!
haarde-brown.jpg
Við sem bíðum milli vonar og ótta um það að fá fréttir af því hvort við skuldum milljónir, trilljónir eða zilljónir extra við okkar eigin bankaneyslu höfum ekki efni á því að Haarda. Höfum raunar ekki efni lengur á því að vera Íslendingar.

Sumir geta flúið land og glæpi stjórnmálamanna og ofursvíðinga. Ekki ég. Á ég þá að sætta mig við að skulda extra nokkrar milljónir. Og því fleiri sem fleiri flýja ömurleikaveruleika Haarde?

3 húsasmíðameistarar sem ég vann hjá til skiptis eru verkefnalausir. Önnur fyrirtæki sem ég vann hjá við annað eru með öll sín mál stopp.  Núna síðast fyrir nokkrum klukkutímum síðan var eitt verkefna minna sett á ís. Þökkum Davíð Oddsyni og Herra Haarde: lesist: ekkert að ske! þar.
Ég hef samt litlar áhyggjur af mínum atvinnumálum því ég get alltaf fundið mér eitthvað að gera. En það eru ekki allir svo heppnir.

Ég tók lán með 8% vöxtum þegar verðbólgan var 1, 5% og það hvarflaði ekki að mér að þetta gæti versnað. Núna er þetta lán í 11.95% vöxtum og stefnir í 20% verðbólgu! Og fáránlegt að borga af þessu.

Á ég að borga áfram? 1.000.000 kr. á ári og horfa á skuldina stækka um 2 milljónir þrátt fyrir afborgun?
Á ég að fjárfesta í kaðli?
Á ég að sætta mig við að íbúðarlánasjóður taki yfir lánin mín Á SÖMU KJÖRUM?
Á ég að segja skamm við bankann minn?
Á ég að gerast danskur ríkisborgari?
Vera áfram á Íslandi og taka þátt í að borga fyrir fjárglæfrastarfsemi manna sem eiga bankareikninga í Caymaneyjum og eru týndir og tröllum gefnir?
Lýsa mig á sveitina?
Treysta því að Samfylkingin og Sjálfstökuflokkurinn séu að meika það?
Snúa mér að því að taka við fullkomnustu spíttverksmiðju Evrópu?
„Haarda“ bara þangað til Ísland verður bresk nýlenda?

Það er verið að vinna í málunum! Margþætt og vissulega flókið mál..... Ég get ekkert gefið upp á þessari stundu.......bla.bla bla..... Og á meðan tapar íslenskt efnahagslíf, íslenskur almúgi hundruðum milljóna vegna getu- og ráðaleysis stjórnmálamanna. Halda þessir klárar virkilega að við ætlum að sætta okkur við að þeir í aumingjaskap sínum bæti á okkur skuldum VEGNA FJÁRGLÆFRAMANNA og kyngjum því? Ætla þeir virkilega að gera ófædda Íslendinga ábyrga fyrir eigin vesældóm? Framundan eru nauðungarhlekkir á Íslendingum. Þe. þeim sem kjósa að halda áfram að vera Íslendingar. Fólksflóttinn frá eyjunni EF við þurfum að borga bankaglæpamennskuna mun koma þeim sem eftir sitja á torfbæjarstigið aftur.

Það skal enginn af þeim sem bera ábyrgð, hvorki stjórnmálalega eða fjármálalega,  halda að hann sé sloppinn þó hann hafi lífvörð eða sé fluttur til skattaparadísar.Uppgjörið fer fram fyrr eða síðar.

Í Kastljósi í gær sýndi  „gerir ekker og segir ekkert“ af sér enn einu sinni þvílíkann dómgreinarskort að mér varð flökurt. Þessar stjórnmálanefnur halda að við sættum okkur endalaust við að heyra einhvert froðusnakk án raunverulegs innihalds á sama tíma og þjóðin er í kvíðakasti eru að sýna það eitt að þeir eru ekki samstíga þjóðarvitund.  Við Íslendingar þurfum í dag að lesa FT.com til að vita eitthvað um hvað er í gangi í landinu. Það eru allir á Íslandi að bíða eftir svörum. Ekki lygum forsætisráðherra sem með hroka segir að verið sé að vinna í málunum og von á svari. Sem kemur svo ekki. Honum væri hollt að vita að við sættum okkur ekki við þennan hroka.

Alvarleiki sá sem við okkur blasir er ógnvekjandi og gríðarlegur. Ef aumingjar þeir sem við stjórnvölinn standa fá sínu fram leggst hann á færri Íslendinga vegna þess að allt heilvita fólk nennir ekki að taka þátt í skeiningum stjórnmálaflokkanna og flyst út.

Það væri verulega þörf aðgerð að „Gerir ekkert Haarde“ og „gerir tómt tjón Oddsson“  færu að viðurkenna það að þeir eru hryðjuverkamennirnir sem kúkurinn í niðurstræti er að leita eftir.

Núna „Haarda“ ég bara og bíð eftir svörum.


mbl.is Vill óháða erlenda úttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.