Geymt en ekki gleymt!

 „Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld,"

 Hér er enn eitt dæmið um að stjórnvöld VISSU HVERT STEFNDI en kusu að setja hausinn í sandinn og vona hið besta.

IMF er ekkert björgunartæki fyrir almenning heldur kapitalískt tæki til að einkavæða og mjólka þjóðarauðlindir. En kannski betri kostur en flokksgæðinga- og auðjöfrablóðmjólkun sl. ára.

Ef ekki kemur til fullkomið og heiðarlegt uppgjör við það sem gerst hefur sl. vikur eru stjórnmálamenn og sökudólgar að misskilja íslensku þjóðina.

Það er hægt að gleyma dugleysi flokka. Það er hægt að gleyma misvitrum ummælum. Jafnvel láta nokkur hundruð milljóna skrumauglýsingar fá þig til að gleyma dugleysi flokksins.

En þjóðin gleymir ekki þeirri alþjóða auðmýkingu sem hún stendur frammi fyrir né fjármagnshlekkjum sem á hana hafa verið settir. 

Gálginn, gapastokkurinn og fallöxin bíða þeirra. Í einni eða annarri mynd.

Reiðin sem nú kraumar í þjóðinni á eftir að sjatna. En ekki fyrr en uppgjör við banka- og útrásarmafíuna og ábyrgð stjórnmálamanna og opinberra stofnanna hefur átt sér stað.

Það uppgjör getur ekki orðið annað en blóðugt.

 


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.