6.4.2008 | 21:22
Fyrir perlur og glingur skal landið selt.
Ég þoli það ekki þegar álhausarnir bera fyrir sig að annars væri rafmagnið framleitt með kolum ef við Íslendingar værum ekki svo vænir að selja náttúruauðæfi okkar fyrir perlur og glingur eins og indíánar ameríku forðum.
Kínverjar opna tvö kolaknúin raforkuver Í HVERRI VIKU! Þetta er aumkunarleg röksemdafærsla þumba sem hugsa ekki fram fyrir eigin bumbu. Kolaframleiðsla og notkun hefur ekki minnkað, þvert á móti. En þetta er ein af röksemdum þeirra sem eru með massíft ál í heilanum.
Umhverfisráðherra opinberaði á dögunum úrræða- og lagaleysi stjórnvalda til að hafa áhrif á álhausaframþróunina. Valdið til að virkja, menga og svívirða náttúru landsins virðist mestum liggja hjá uppbelgdum sveitarstjórum, oddvitum og hreppsnefndarfylgismönnum þeirra. Atvinnuúrræði er oftast fyrsta röksemdin. Reyndin er sú að þeir eru að slá sig til riddara á kostnað framtíðarinnar. Eins og svo oft áður.
Svo heyrir maður af 40 milljón króna eingreiðslu í Flóahrepp frá Landsvirkjun. MÚTUM! Til að halda kjafti og samþykkja valdboð Landsvirkjunar. Hvaða máli skipta þessar 40 milljónir hreppinn eftir nokkur ár? Engu! Þetta eru perlur og glingur til indíána sem vilja vera flottastir áfram með nýju skrauti.
Það er grafalvarlegt mál þegar það sýnir sig að umhverfisráðherra landsins er í raun VALDALAUS. Þetta er þá sennilega eins og sendiherrastaða í norskri Trékyllisvík sem Íslendingar hafa enn ekki heimsótt.
Enn alvarlegra er þó að horfa upp á Samfylkinguna sem vann metnaðarfullt og vandað plagg undir heitinu Fagra Ísland nota það sem klósettpappír við hægðir undan þungmeltum einkavæðingar- og einkavinapólitík Flokksins sem ræður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aumt var að sjá umhverfisráðherrann bera sig aumlega í silfrinu í dag..
Steingrímur Helgason, 6.4.2008 kl. 23:44
Sæll Ævar, þú veist eins og ég að ráðherrar ráða engu. Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 20:40
Hægri / vinstri og fram / græn - lýðræðið er allt blekkingar, sbr gamminn.
Sérlega ljótur leikur hjá þeim að hengja saman skárri iðnað (netþjónabú á suðurlandi) við að það verði að virkja neðri hluta Þjórsá.
Er ekki kominn tími til að byrja að þrengja að álverunum, með endurskoðun gjaldskrár, nýjum sköttum o.s.frv? Ekki er stjórnin í vanda með að setja nýja skatta á okkur, peðin. Með því að auka álögur á þessa kakkalakka getum við aukið tekjur okkar eitthvað, og kanski þau dragi eitthvað saman reksturinn og þá losnar orka fyrir netbúið.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:04
Landsvirkjun setur sem skilyrð til að gefa netþjónabúum orku að fá að virkja í neðri Þjórsá Þeir eru markvisst að berja á mótmælum heimamanna með því að þykjast vera umhverfisvænir og meðvitaðir um náttúruna. Raunveruleikinn er allt annar. Landsvirkjun hefur alltaf verið rekin útfrá sjónarmiðum Göbbels. Ef þú segir það nógu oft virkar það eins og sannleikur. Og sannleikurinn hefur í þeirra meðförum verið verulega beyglaður. Vísindamenn sem vilja halda vinnunni halda kjafti. Hinir segja sem minnst.
En verst er að upplifa hvað ríkisstjórnin er valdlaus gagnvart uppþemdum sveitarstjórnum sem hafa látið Landsvirkjun kaupa sig með betra farsímasambandi og hugsanlegum samgöngubótum. Það er ömurlegt að vita til þess að indjánar selji land (umboðslausir) gegn glingri.
Ævar Rafn Kjartansson, 26.4.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.