16.1.2008 | 21:51
Rétt ætt, réttur flokkur, rétt ákvörðun.......
Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Þorsteinn Davíðssson eiga ýmislegt sameiginlegt. Meðal annars það að vera ekki taldir með hæfustu mönnum til að gegna embætti dómara. En fá samt. Þeir eiga líka sameiginleg tengsl við fyrrverandi forsætisráðherra sem lagði niður þjóðhagsstofnun vegna þess að hún spáði ekki rétt. Að hans mati .
Einn er besti vinur hans, annar frændi og sá síðasti sonur. Fyrir yfirvaldið þe. núverandi er valið á þeim góður kostur. Kannski er dómsvaldið ekki að dæma rétt. Kannski þarf RÉTTA dómara í störfin. Kannski var bráðnauðsynlegt að skapa mótvægi við samúð Baugsfeðga hjá dómstólum landsins.
Ég veit ekkert um þetta enda bara venjulegur maður sem reyni að vinna mína vinnu og horfi á hókus pókus sviptingar stjórnmálanna úr hæfilegri fjarlægð. En stundum getur maður ekki haldið kjafti. Ef að stjórnmálamenn á Íslandi hefðu einhverja sómatilfinningu væri í það minnsta gerð tilraun til að fela spillinguna og ætternisupprisuna sem er í gangi.
En þegar ég horfi á vandræðalegan fjármálaráðherra reyna með þjósti að réttlæta ráðningu Þorsteins Davíðssonar (sem ég efa ekki að er ágætur maður) umfram menn sem voru taldir af sértilvöldum hóp, hæfari, með röksemdafærslum sem halda ekki vatni eins og góðri íslenskukunnáttu og setu í dómnefnd um bókmenntaverðlaun. Já þá er fokið í flest. Ef ekki öll.
Og þegar menn eins og Sigurður Líndal sem hingað til hefur talist hæfilega meðfærilegur fyrir Sjálfstæðismenn tekur af allan vafa um að þetta hafi verið ætternislegur þjösnaskapur vel taminna meðreiðarsveina fyrrverandi æðstavalds. Hvað þá?
Þjóððin upplifir að við höfum leikreglur sem gilda almennt um allt draslið. Sá hæfasti hljóti stöðuna osvfrv...... En það sé til hliðarregla. Eins og það að hafa skírteini í Framsókn eða Sjálfstæðisflokki. Og gott ef Samfylkingarskírteini er ekki farið að gera sig líka. Þe. eftir að mjólkurbásinn varð hennar í boði herra Haarde.
Dýralæknirinn sem passar peninga landsmanna fór offari í Kastljósi við að réttlæta fyrirskipunina sem hann kokgleypti um að ráða fjórða hæfasta manninn í dómarasæti. Menntamálaráðherra kvartar undan því að Þorsteinn Davíðsson þurfi að líða fyrir að vera sonur Davíðs. Og gerir það að aðalatriði málsins.
Ef að það væri einhver jarðtenging til staðar myndi þetta sama fólk fatta að þetta snýst ekki um Þorstein son Davíðs eða hvar mörk valds ráðherra liggja. Né hvort nefndin hefði eitthvað til síns máls.
Jón Steinar Gunnlaugsson hlaut dómaraembætti þrátt fyrir að vera ekki talinn hæfastur.Það náðist samkomulag milli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, og Hjördísar Hákonardóttur vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála um að ráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson dómstjóra í embætti hæstaréttardómara haustið 2003. Hún var talin hæfari en Ólafur Börkur og fékk seinna dómarasæti þegar hún sótti aftur um. En eftir að frændi Davíðs hafði gengið fyrir.
Þetta snýst um pólitíska spillingu og óþefinn af henni. Þegar almenningur í landinu þarf að taka fyrir nefið vegna þess sem ráðherrar landsins gera og segja er ekki nóg að verja sig með röksemdafærslu eins og "góður í íslensku" eða reynsla af því að vera aðstoðarmaður herforingjans.
Það er löngu orðið tímabært að stjórnmálamenn fari að fatta að það séu ekki allir kjósendur með gullfiskaminni. Framsókn er loksins búin að komast að því að 65 milljónir í auglýsingar duga ekki til að breiða yfir lygarnar og blekkingarnar.
Það ku hafa borið upp á einn og sama daginn að umsækjendum var tilkynnt kl. 11:30 að morgni að Björn Bjarnason hafi vikið sæti vegna skipunar héraðsdómara þar sem hann hafi veitt einum umsækjenda meðmæli og að Árni Mathiesen væri settur dómsmálaráðherra í hans stað, síðan kl. 14:30 um eftirmiðdaginn þá var Árni Mathiesen búinn að fara yfir umsóknir fimm umsækjenda, meta þær, bera þær saman við niðurstöðu dómnefndar, greina ágallana í þeirri niðurstöðu, ákvarða hver væri hæfastur og tilkynna það umsækjendum. Við höfum ekki séð svona snaggaraleg vinnubrögð síðan erlend kærasta framsóknarráðherrasonar þurfti íslenskan ríkisborgararétt til að komast til náms í Bretlandi.
Sigurður Ingi Jónsson, athugasemd við grein Óla Bjarnar Kárasonar
Það er gott að vita að dýralæknirinn er snöggur að setja sig inn í málin og taka ákvarðanir. Nema það hafi þegar verið búið að taka þær fyrir hann. Ég hef allavega ekki hingað til séð nein burðug þrekvirki eða djarfleg frumkvæði fæðast á þeim bæ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2008 kl. 00:26 | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þessari snilldarritðu framsetníngu þinni í þessari færslu.
En Ævar, ég rita það hér, ég hef ritað það áður.
Það ber aldrei að vanmeta þöggunardeild flokksins, enda sást það síðast í pöntuðu drottníngarviðtalinu á 'Blásjáljósinu' í gær.
Fólkið gleymir ...
Steingrímur Helgason, 16.1.2008 kl. 23:42
Ágætis samantekt, en ...
Þetta er orðið miklu stærra og alvarlegra mál en hægt var að ímynda sér!
Þarfagreinir, 17.1.2008 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.