10.9.2007 | 21:24
Hér var einu sinni lengsta á Íslands........
.... lækurinn þarna ef þú sérð hann fyrir sandfokinu er einmitt í jarðveginum þar sem áin var. Nei, það er engin laxveiði hér. Hún var um 2000 fiskar á ári fyrir síðustu virkjanaframkvæmdir en stofninn sem var hér er útdauður. Sem er synd af því að það er svo sérstakt að lax þrífist í svona jökul- og bergvatns ám. Hérna sérðu svo Viðey eða Minni-Núpshólma. Hún var mjög sérstök. Einn af fáum minnisvörðum um hvernig landið var þegar fyrstu landnámsmennirnir komu hingað. Það er jafnvel talið að einhverjir þeirra hafi siglt upp ána. Eyjan er náttúrulega bara rofabarð núna en hún var stórglæsileg meðan menn og fé gátu ekki komist í hana. Svona sýnishorn af Flóru Íslands. Eigum við að rölta yfir? Þú afþakkar enda ekkert að sjá nema stöku nagaðar hríslu og rofabörð. Leiðsögumaðurinn heldur áfram að sýna þér svæðið í boði Landsvirkjunar og bendir þér stoltur á stífluveggina 200 metrum ofar í ánni. Þér finnst múrveggirnir hryllilegi að sjá en tekur fljótlega eftir einhverju sem virkar eins og lúðrar á stöngum ofan á veggnum. "Nei þetta er ekkert, bara viðvörunarflautur ef að við þurfum að hleypa snöggt úr lóninu eða ef það er hætta á að stíflan bresti vegna jarðskjálfta. Sem gerist auðvitað ekki segir leiðsögumaðurinn brosandi en við þurfum stundum að lækka snöggt í lónunum og þá þarf að láta hestamenn og fleiri vita af hættunni. Þegar ég spyr hann hvort þetta sé ekki hættulegt fyrir dýralíf eða skemmi gróður ypptir hann öxlum. "Þetta var talinn ásættanlegur fórnarkostur í umhverfismati. Landsvirkjun starfar eingöngu innan þeirra laga og reglna sem um fyrirtækið gilda."
Vilja láta endurskoða umhverfismat væntanlegra Þjórsárvirkjana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta eru fremur dapurleg tíðindi hve sjónarmiðin eru sterk sem vilja efla drullupollagerð á Íslandi.
Nú er búið að útbúa stærsta drullupoll landsins við Kárahnjúka sem kemur til með að kosta landsmenn að öllum líkindum töluvert meira þegar kemur að skuldadögum. Ítalarnir hafa nefnilega ekki veifað lokareikningnum framan í landsvirkjunarforstjórann. Hefði þjóðin komið vitinu fyrir vissa stjórnmálamenn á sínum tíma og komið í veg fyrir þessa dæmalausu virkjanafíkn eystra, væri Landsvirkjun nánast skuldlaus í dag og við mörlandar gætum notið lægra rafmagnsverðs.
Annars er einkennilegt að þeir sem aðhyllast þessa pólitík sem gjarnan má kenna við drullupolla, hafi þá áráttu að vilja útbúa nýja og að þessu sinni á láglendi til þess að ná meiri fallhæð. Þessar að tiltölu litlu virkjanir eru rennslisvirkjanir, þ.e. vatnmiðlun fer fram ofan við Búrfell og stóru vrkjanirnar á hálendinu. Þannig er ekki verið að safna vatni til að tryggja lágmarksrennsli heldur til að auka fallhæðina fyrst og fremst.
Mætti biðja guðina að forða landinu frá áráttu þeirra sem vilja fleiri drullupolla?
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2007 kl. 21:43
Frábærlega vel framsett framlag hjá þér þarna, konfekt af lestri um auman málstað þeirra sem að láta setja sér þær reglur sem þeim hentar, & fá þau leyfi sem þeir vilja.
S.
Steingrímur Helgason, 10.9.2007 kl. 23:22
Mosi
Þetta snerist aldrei um að koma viti fyrir ákveðna stjórnmálamenn. Halldór Ásgrímsson fékk sig kosinn á þing með því að standa við loforð sitt um störf fyrir austfirðinga. Látum vera þó Fjarðarál auglýsi 2-5 heilsíður og opnur í dagblöðum og tímaritum vikulega. Halldór komst á þing áfram og það skiptir mestu. Drullupollurinn verður ekki hans vandamál enda verður hann búinn að innleysa lífeyri sinn hjá ríkinu norænu forsætisnefndinni eða hvað þetta snuð hans heitir og kvótagróðann hjá Skinney-Þinganes og fluttur til Florida áður en stíflurnar byrja að gefa sig.
Með réttu ættu fangelsi landsins að vera full af Framsóknarmönnum en með því að láta svona út úr sér er líklegt að maður lendi sjálfur þar..........
Ævar Rafn Kjartansson, 10.9.2007 kl. 23:54
Það er nokkuð merkilegt að verndun hér á landi skuli flokkast sem 2. floks aðgErð en virkjun og mannvirkjagerð sem 1. floks. Sjáum td. Kringilsárrana sem var friðlístur en vegna virkjunarframkvæmda var friðlísingin fjarðlægð af 1/4 svæðisinns. Núna eru það fornmynjar við Þjórsá sem að öllu eðlilegu ættu að hljóta friðlísingu en vegna fyrirhugaðra virkunarframkvæmda verður það ekki gert.
Brynjar Hólm Bjarnason, 11.9.2007 kl. 12:10
Hrímþursar gróðahyggjunnar hafa hremmt alla þá staði sem þjóðinni eru kærastir. "Ég hef bréf upp á átján klukkur á Íslandi og þessa þá nírjándu."
Hvað varðar mann sem á nóga peninga um lifandi umhverfi? Þar gildir að eiga dýra veiðstöng og græjur til að nota við veiðar í laxám sem hafa Nafn.
Árni Gunnarsson, 12.9.2007 kl. 14:33
Döpur lýsing - en vel skrifuð!
Valgerður Halldórsdóttir, 13.9.2007 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.