Ef að ráðamennirnir eru svona hvernig er þá þjóðin?

Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir hönd þjóðarinnar eins og þegar Álgerður utanríkisráðherra  opnaði munninn og talaði ensku að eigin mati á blaðamannafundi með erlendum sem innlendum blaðamönnum. Það er ekkert að því að vera lítið menntaður en maður þarf að vita sín takmörk og þetta hrognamál hennar virkaði sennilega á fréttamenn eins og hér byggju eingöngu ómenntaðir og ótalandi lúðar með örfáum undantekningum eins og konunni sem stamaði út úr sér óskiljanlegu og samhengislausu rugli um mikilvægi Íslands í alþjóðlegu samhengi. Allavega held ég að hún hafi verið að meina eitthvað í þá átt.

Síðan að Framsókn missti af því að greiða velgerðarmönnum sínum með bittlingum fyrir vel unnin störf hefur flokkurinn ekki bara verið í sárum heldur líka í mikilli fýlu. Svo mikilli að Iðnaðarráðherrann fyrrverandi sem enginn kaus fór bara heim til sín og vildi ekki leika meira enda ekkert að græða á því. Guðni véfrétt getur ekki lengur hylgt sveitinni sinni og Álgerður stendur í þeirri meiningu að Íslendingar séu að bregðast írösku þjóðinni með því að senda EINA MANNESKJU HEIM!

Framsókn á eftir að verða leiðinlegt stjórnarandstöðulið með  tuði og röfli bara til að tuða og röfla enda hafa þeir ekki haft neitt til neinna mála að leggja nema það sé til hagsbóta fyrir þá og þeirra. Kosningavíxlarnir þeirra hafa alltaf verið blöff alveg eins og hugsjónir.

Það tekur áratugi að lækna Framsóknarkrabbameinið í stjórnkerfinu og þess vegna er enn mikilvægara í næstu kosningum að einangra smitberann algerlega. Það gerist þegar þessi tilgangslausi stjórnmálaflokkur (nema fyrir flokkseigandafélagið-S-hópinn-Vís ofl) hefur ekki lengur bæjarfulltrúa eða þingmenn. Það tekur líka áratugi að lagfæra skemmdarverk þeirra gagnvart náttúru landsins og auðæfum. Og við þvoum aldrei af okkur stimpilinn sem Halldór og Davíð festu við heila þjóð, án þess að spyrja ræfilstuskurnar fyrst.


mbl.is Stjórnarandstaðan klofin í afstöðu til heimköllunar friðargæsluliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband