Stríð hinna staðföstu.

Ef að Ingibjörg Sólrún telur að við Íslendingar getum gert eitthvað gagn í friðarumleitunum milli Ísraela og Palestínumanna þá ætti henni ekki að verða skotaskuld úr að koma við þarna og redda málunum eða hvað? Svona áður en Bandaríkjamenn verða búnir að hrekja alla íraka á flótta eða skjóta þá. Svo ef Íslendingar ná sæti í öryggisráðinu hvað gera bændur þá? Sjá til þess að bandaríkjamenn þurfi sjaldnar að beita neitunarvaldinu eða koma með raunverulega stefnu í málefnum mið-austurlanda? Hvað veit ég.

mbl.is Bandaríkjaher sakaður um að hafa myrt saklausa borgara í loftárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jafn lengi og íhaldið hefur ráðið stefnu þjóðarinnar í utanríkismálum hefur undirlægjuháttur okkar við BNA verið helsta smánarefni þjóðarinnar.

Það var mikið slys þegar stærsti flokkur stjórnarandstöðunnar seldi einarða stefnu sína í þessu máli fyrir tuttuguogníu peninga silfurs.

Það yrði heimssögulegt slys ef Ingibjörgu tækist að mjálma út stuðning til setu í Öryggisráðinu.

Nóg komið af stuðningi Íslands við "annars drep ég þig!" friðarboðskapinn. 

Árni Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Nú tek ég undir með Árna vini mínum.

Ólafur Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég tek líka undir með honum Árna, hann sagði þetta til enda.

S.

Steingrímur Helgason, 27.7.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.