Þjónustuver Símans - aumasti brandarinn.....

Allir þeir sem hafa þurft að eiga samskipti við "þjónustuver" vita hvílíkt viðrinis-öfugnefni það er að líkja þessum stofnunum við eitthvað skylt þjónustu. Að borga áskrift Stöðvar 2 í netbanka sama dag og verður ruglað leiðir til þess að maður verði númer 47 í röðinni og fær svo eftir klukkutíma samband til þess eins að vita að framkvæmdar greiðslur sjáist ekki fyrr en daginn eftir!

En verst af öllum stofnunum er Síminn! Fyrir nokkrum árum síðan tók það þetta fyrirtæki yfir 6 vikur að tengja Adsl hjá fyrirtækinu mínu. Höfðu sagt í byrjun að þetta tæki 3-5 virka daga. Seinna var ástæða seinkunarinnar sú að það væri svo mikið að gera við að tengja afruglara fyrir enska boltann. Gott og vel ef svo er en 6 vikur! Það er allavega ekki mikill samkeppniskeimur af þessu.

Eins hef ég unnið fyrir fyrirtæki þar sem saman átti að fara ný heimasíða, nýjir netpóstar og nýtt vistunarsvæði. Ég eyddi gríðarlegum tíma í að koma fólkinu hjá Símanum í skilning um það að þetta þyrfti allt að gerast í réttri röð til að netpóstur og heimasíða lægju ekki niðri nema nokkra klst. Lokaniðurstaða Símans var að þetta var allt gert í öfugri röð og allt lá niðri í nokkra daga. Þrátt fyrir tölvupósta með tímasetningum til þeirra innan Símans sem sáu um þetta. 

Nýlega þurfti ég að láta færa 3 línur af einum stað AFTUR þar sem þær voru áður. ALLAR TENGINGAR TIL STAÐAR. Það tók Símann einn dag að tengja eitt númerið. Yfir þrjár vikur að tengja hin. Ég hringdi í "Þjónustuver". Vantar þá ekki bara línu í húsið? Það þarf einhver frá vettvangsdeild að koma og skoða......... 

Ég af minni alkunnu rósemi útskýrði fyrir öllum þessum þjónustufulltrúum  að það hefði bara verið 3 sek. verk að tengja eitt númerið, línurnar væru til staðar og hin númerin þmt. Adsl tengingin lytu sömu lögmálum og númerið sem þau tengdu. Það væri því eins og með hitt númerið eingöngu spurning um nokkra sekúnda pikk á tölvuna að laga þetta. Og til vara að ef það vantaði línur sem ég vissi að var ekki rétt mætti fórna einni línu sem ég hafði og tengja Adsl þar. En allt kom fyrir ekki.

Helsta lausn þjónustulltrúa símans frá fólki sem vill fá úrlausn sinna mála er að senda það yfir á aðra deild. Þannig er ég búinn að ræða við nokkuð stóran hóp starfsmanna símans í nokkra daga en það breyttist ekkert með tengingarnar.

Mér var sagt ca. 10 dögum eftir að ég hafði haft samband fyrst og fyrsta línan var tengd að það væri búið að skrifa beiðni. SKRIFA BEIÐNI! Þetta var rétt fyrir páska og ég ætlaði að nota páskana í vinnu heima og VARÐ að hafa nettengingu. Þannig að á síðasta vinnudeginum fyrir páska eftir nokkur símtöl í "þjónustufulltrúa" FÓR ég niður í fyrirtækjaþjónustu. 

Stelpan sem ég talaði við þar var öll af vilja gerð og hringdi út og suður innan fyrirtækisins en klukkan var orðin þrjú "og því miður bara enginn við"! 

Páskarnir fóru fyrir lítið í vinnu þe. að senda frá sér gögn og sækja en nokkrum dögum síðar náði ég sambandi við konu sem kunni á tölvuna sína og græjaði þetta fyrir mig.

Daginn eftir var hringt frá Símanum: Þetta er hjá Símanum, ég á víst að kíkja á einhverjar línur hjá þér......... Vettvangsbeiðnin var sem sagt komin til starfsmanns Símans. 

 Datt þetta bara í hug útfrá þessu:  Hremmingar Billa Start

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Aldeilis furðuleg vinnubrögð hjá þeim á Símanum.  Það er eitthvert allsherjar stjórnleysi í gangi.  Svo er eins og þeir sem svara fyrir klúðrið kunni ekki mannasiði.  Rífa bara kjaft. 

Jens Guð, 11.7.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Það virðist því meira sem maður borgar fyrir þjónustuna verði hún lélegri - eða er það einkavæðingin?

Valgerður Halldórsdóttir, 11.7.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæll Ævar.

Ég bý á Selfossi.  Síminn hjá mér er 562 4776.  Hefði áhuga á að ræða Þjórsá. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ja einkavæðingin hefur hingað til hvorki skilað sér í ódýrari þjónustu né betri. Og þegar menn tala um að einkavæða landsvirkjun þá er alveg ljóst að það verða ekki kaupendur sem borga brúsann frekar en þegar síminn var seldur. Það verðum við litlu lénsveldisábúendurnir. 

Ævar Rafn Kjartansson, 12.7.2007 kl. 00:01

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://svartfugl.blog.is/blog/svartfugl/entry/133296/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.7.2007 kl. 03:33

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er rétt hjá þér Anna að Síminn er ekki Landssíminn og græðgin hefur tekið við af gildunum sem voru áður höfð í hávegum.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.7.2007 kl. 11:44

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hrein snilld! Verst að annað í þeirrar þjónustu flokkast ekki með því. Og ég kvíði því mikið að þurfa að hringja aftur.........

Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband