Listin að berja mann og annan

Amfetamínneysla er að breyta miðbæ Reykjavíkur í einn af ömurlegustu blettum Evrópu. Fyrir um 22 árum síðan var stödd hér ensk hljómsveit á mínum vegum. Söngkonan vildi fá fylgd heim um tólfleitið. Við hlógum að henni og bentum á að Reykjavík væri ekki þannig borg að það væri ástæða til að fylgja henni. Þessa sömu nótt var kunningi minn drepinn fyrir 1500 krónur í veskinu sínu. Í dag þrátt fyrir að fólk sé ekki drepið daglega eru tilhæfulausar árásir orðnar að parti af næturlífinu og virðist bara vera eðlilegur fórnarkostnaður.

Það þarf að vera forgangsatriði að koma siðfræði aftur inn í kollinn á ungum íslendingum og það að  höggva mann og annan hafi afleiðingar. Verulega slæmar afleiðingar! En til þess þarf að stokka upp dómskerfið og rannsóknir mála. Jafnvel aðlaga það að dómskerfum siðmenntaðra þjóða!

Nýr lögreglustjóri lofar góðu en það þarf að taka á þessu vandamáli. Viljum við vakna upp eins og Belfast- og Oslóarbúar að vera mestu heróínbæli Evrópu í framtíðinni?

Er ekki betra að sleppa einum göngum á Séstvallavík og setja milljarðinn sem Framsókn lofaði svo listilega í einum af sínum blekkingum RAUNVERULEGA í fíkniefnamálin? 

Þarf jafnvel ekki bara að fara að kenna siðferði, mannasiði og eðlileg samskipti í skólum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þú kemur einmitt að rót vandans í síðustu spurningunni. Ástæðurnar fyrir því að fólk neytir harðra fíkniefna eru fyrst og fremst þær að því líður illa. Og því líður illa til að mynda vegna þess að það er ekki rétt upp alið. Skólarnir eiga vissulega ekki að ala börnin upp, en það myndi alls ekki saka ef þeir tækju að sér ákveðna kennslu í mannasiðum og aga.

Þarfagreinir, 5.6.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm, ég er náttúrlega sammála þér um að þetta er slæmt ástand en ég er nú ekkert á því að aðrar siðmenntaðri nágrannaþjóðir okkar hafi nú eitthvað okkur að kenna í þessu, réttarfarslega, því að þetta er nú eiginlega alheimsvandamál.  Eins & þú bendir á, þá er ástandið í löndum nálægum okkur ekkert betra en hjá okkur.

Ég setti fram róttæka hugmynd að lausn á vandanum fyrir mánuði síðan.  Ef þú hefur nennu til að lesa eina langlokuna frá mér þá er slóðin á hana hérna.

http://lehamzdr.blog.is/blog/lehamzdr/entry/199303/ 

Þetta er náttúrlega bara einfalt & naívt líklega, en var mín skoðun þá & hefur lítið breyst síðan.

Að öðru, ég verð samt nú eiginlega að taka upp hanskann fyrir skólakerfið.   Ég get nú eiginlega fullvissað þig um það að siðferði, mannasiðir & eðlileg samskipti eru nú kennd í skólum í dag.  Meira að segja er miklu meiri áhersla lögð á þá þætti núna, en þegar ég var að kenna í gamla daga & ekki erum við félagarnir nú orðnir ellismellir ennþá.  En kona mín er kennari ennþá, eins & báðir hennar foreldrar voru alla sína lífstíð, & ég hlera fregnir þaðan, hvort sem að ég vil eða ekki.

Það er auðvelt að kenna um aukinni fjölmiðlun, auðveldu aðgengi barna á mótunaraldri að mótandi fjölmiðlunarefni sem að kennir þeim að harkan ein blífi í hörðum heimi.  Það má líka kenna um tölvuleikjum, ofbeldisfullum bíómyndum, tónlistartextum, dona ef að við ætlum að finna einhverja sökudólga.

En ég kenni frekar því um að foreldrar sinna börnum sínum ekki nægjlega & ætla skólum að sjá um uppeldið & skammast út í ~kerfið~, ef að þau fara að brúka kjatt & dóp.

En, mín skoðun,

S.

Steingrímur Helgason, 5.6.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Heyr, heyr!

Valgerður Halldórsdóttir, 5.6.2007 kl. 17:28

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Steingrímur það er ekki bara tölvuleikirnir og netofbeldið. Ég held að það gleymist í svona umræðu að börnin sem eru að alast upp núna eru alin upp af börnum sem fengu ekkert uppeldi sjálf. Þe. þetta séu fyrstu kynslóðir óuppalinna barna óuppalinna foreldra.

Vonandi hljómar þetta ekki eins og ég  á lyfjum!

Ævar Rafn Kjartansson, 5.6.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.