Veruleg og óafturkræf áhrif á náttúrufar Þjórsár........

Ég hef skrifað nokkrar greinar um áformuð hryðjuverk Landsvirkjunar í Þjórsá. Eftirfarandi eru atriði úr kæru  náttúruverndarsamtaka Íslands vegna þessa máls:

"Ljóst er að ofannefndar áætlaðar virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár munu hafa veruleg og óafturkræf áhrif á náttúrufar árinnar og umhverfi hennar, allt frá Þjórsdal til strandar og jafnvel út á landgrunn. Ekki er nein þjóðhagsleg þörf fyrir orkuna.

Þjórsá verður á löngum köflum veitt úr náttúrulegum farvegi sínum í göng eða skurði til myndunar uppistöðulóna. Af Þessu leiðir að rennsli í árfarveginum stórminnkar, fossar munu skemmast og hætta á sandfoki stóraukast. Þá verður öðrum svæðum sökkt að hluta eða alveg, sbr t.d. Hagaey og Árnes.

Þá hafa ekki verið til talin þau umhverfisspjöll og jarðrask sem hljótast mun af  framkvæmdunum sjálfum en auk beinna framkvæmda við við virkjanir og mannvirki er þeim fylgja mun þurfa að byggja nýja vegarkafla á fleiri en einum stað.

Sjónræn áhrif Þessara framkvæmda á Þjórsá, eina glæstustu á landsins, verða mikil. Ýmis önnur áhirif eru óþekkt, t.d. áhrif á fiskgengd í Þjórsá og þverám hennar og áhrif sandfoks . Þá er óvíst hvaða áhrif Þetta mun hafa á samfélagslega þætti svo sem framtíð ferðaþjónustu í héraðinu.

Þjórsá og umhverfi hennar eru ómetanleg náttúruperla. Slík röskun sem hér er gert ráð fyrir er óásættanleg og verður ekki séð að hún sé í þágu ríkra almannaghagsmuna að réttlæst geti. Þá gætu framkvæmdirnar einnig stangast á við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, sérstaklega 37. gr. þeirra laga.

Náttúruverndarsamtök Íslands leggjast alfarið gegn frekari virkjunum í Þjórsá og hvetja hér með sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps til að falla frá áformum um ofannefndar virkjanir og fella þær út úr Aðalskipulagi hreppsins fyrir árin 2004-2016."

http://www.natturuverndarsamtok.is/

Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

Lækurinn Þjórsá - Um kunnáttu þrastarins í japanskri Kamakazi hernaðarflugtækni

Stóriðja eða dauði?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Hann formælti þessu landi og bað andskotann sökkva því"

Orð Jóns Hreggviðssonar er hann, kominn um borð í hollenska duggu sá Ísland fjarlægjast og hverfa í sæ.

Úr Íslandsklukku Laxness og bara eftir lauslegu minni.

Ég leyfi mér ekki að vera bjartsýnn á að horfið verði frá fyrri áformum um tortímingu Þjórsársvæðisins né annar náttúruverðmæta  með handhöfn D og S á forræði yfir almættinu hér á þessu landi. "Hestaflið í almættinu er nefnilega verðlaust í Orkustofnun". Sagði ekki H.K.L. þetta líka eða eitthvað á þá áttina? 

Árni Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Kannski verður lokaniðurstaðan sú að taka dínamitið fram. (Nú verð ég sennilega heimsóttur af nýju deildinni hans Björns og settur í yfirheyrsluklefa þar sem þeir geta æft sig).  Nei hræddastur er ég um að virkjanamálin verði léttvæg skiptimynt í þessari tilvistarkreppustjórn.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.5.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.