16.5.2007 | 01:21
Skrítinn dagur að baki..........
Skrítinn dagur að baki. Kallinn varð 45 ára!!! Smíðavinna í Þorlákshöfn með roki og rigningarskúrum, hádegismatur hjá múttu á Herjólfi, brunað í fjörðinn kl. 18.30 og tekið á móti gestum kl. 20. Sestur við tölvuna að hanna auglýsingu kl. 23. Einu hljóðfærinu ríkari í tónlistarherbergið sem ég er að gera upp í kjallaranum. Hvenær sem ég hef tíma til að klára það. Þorlákshöfn áfram næstu daga og alltof mörg verkefni framundan. Þegar áhugamál eins og smíðarnar er orðið aðalatvinna verður lítið um framkvæmdir heimavið eða í sumarbústaðnum. Og þegar fyrrverandi aðalatvinna hangir yfir manni eftir langan vinnudag er maður eiginlega í slæmum málum.
Má þó eiga það að vera búinn að steypa stigapallinn heima, útvega mér geymslupláss fyrir draslið þar og hálfnaður við að gera kjallarann fokheldan.
Ákvað að sleppa allri pólitík núna. Kannski skilja Framsóknarmenn í miðstjórn skilaboð kjósenda.
Vil samt setja tengingu inn á greinarnar sem eru aðalástæða þess að ég er hér.
Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar
Lækurinn Þjórsá - Um kunnáttu þrastarins í japanskri Kamakazi hernaðarflugtækni
Bylur hæst í tómri tunnu
Meðvitundarlaus fjármálaráðherra?
Stóriðja eða dauði?
Kannski á þessi mynd betur við í höfundarglugganum en sú sem fyrir er?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn og pólitíska afþrösun ... ég held að það sé fínt að draga djúpt andann og láta lífið hafa sinn gang. Live and let live er ágætur frasi að hafa í huga þegar maður finnur vanmáttinn hellast yfir sig og langar í hernað.
Pálmi Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 01:31
Til hamingju með áfangann! Og bestu þakkir fyrir Þjórsárpistlana sem mér hafði sést yfir að lesa. Þegar ráðuneyti umhverfis var stofnað hélt ég í einfeldni minni að landið okkar hefði eignast tilsjónarmann með stjórnsýsluvald til að hindra hryðjuverk.
Það urðu mér sár vonbrigði þegar ég komst svo að því að tilgangurinn var aðeins sá að gefa hryðjuverkunum huggulegt siðferðisvottorð.
Og ég tek undir með skáldinu á Gljúfrasteini að hún er undarleg sú árátta Íslendinga að ráðast helst á þá staði sem þjóðin hefur helgi á.
Árni Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 23:12
Þó ég sé að hamast á Framsókn þá er það útsala Íslands sem liggur mér næst auk kvótaglæpsins mesta glæps Íslandssögunnar sem seint verður hægt að leiðrétta. Það er skelfilegt að þeir sem ráða framtíð landsins eru þeir sem leggjast örmagna eftir amstur dagsins í sófann og horfa á 6888 þátt af ljósið í fjósinu eða álíka sápur og kjósa þá sem eru ábúðamestir í framan. Jón Kristjánsson settur umhverfisráðherra gaf mér vonartítlu en það var bara í stuttan tíma. Þetta er ekki umhverfismálaráðuneyti, þetta er stimpilmálaráðuneyti fyrir Landsvirkjun. Svo er það náttúrulega fáránlegt að Landsvirkjun og Orkuveitan standi fyrir rannsóknum á eigin glæpum.
Ævar Rafn Kjartansson, 16.5.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.