14.5.2007 | 23:34
Endurtekning á 6,3% manninum?
Valdamesti maður Reykjavíkur er með fylgi 6,3% kjósenda á bak við sig. Í skjóli þess að Sjálfstæðismenn þurfa á þessum prósentum að halda hefur hann verið gjöfull á brauðið. Svo gjöfull að menn geti setið beggja vegna borðs og þáð laun fyrir. Nú virðist sama dæmi vera að endurtaka sig á landsvísu. Við fáum hér iðnaðarráðherra sem varð ráðherra án þess að neinn kaus hann og verður áfram án þess að neinn hafi viljað hann áfram. Árni Johnsen verður Eggert Haukdal næstu ríkisstjórnar sennilega til bóta fyrir Vestmannaeyinga og umboðslaus níræður stjórnmálaflokkur tifar áfram inn í framtíðina með það eitt að leiðarljósi að gefa erlendum auðhringjum mengunarkvóta Íslendinga og raforku á spottprís. Auk þess að firra þau fasteignagjöldum og eðlilegum sköttum íslenskra fyrirtækja.
Helstu málsvarar þessarrar ríkisstjórnar í bloggheimi eiga það allir sameiginlegt að leyfa ekki athugasemdir á bloggsíðum sínum. Björn Ingi, 6,3% maðurinn, Hannes Hólmsteinn, háskólakennarinn sem var ráðinn í strássi við meðmæli um umsækjendur og Björn Bjarnason sem 20% kjósenda Sjálfstæðismanna höfnuðu eiga það nefnilega sameiginlegt að ef þeir leyfðu athugasemdir við raunveruleikafirrt bullið sem veltur út á bloggsíður þeirra yrðu þeir kaffærðir í rökum sem þeir hafa engin raunveruleg andsvör við. Bara meiri froðusnakk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.5.2007 kl. 00:30 | Facebook
Athugasemdir
Við eigum ekki annan farveg fyrir lýðræðislega stjórnskipun, svo einfalt er það nú. Svo má velta því fyrir sér hversu stór hluti kjósenda hefur skoðanir á pólitík. Þeir eru færri en skyldi. Uppdópaður utangarðsmaður, vangefnir, og margir álíka hópar eiga sama rétt til að drýgja þjóðinni örlög tilframtíðar og stjórnmálafræðigar. Allmarga menn þekki ég, þokkalega greinda sem geta rakið fyrir mér nöfn flestra knattsyrnumanna í flestum deildum allmargra þjóðríkja en halda að forsætisráðherrann heiti Styrmir Gunnarsson og fjármálaráðherrann heiti .......bíddu við heitir hann ekki Hallgrímur Pétursson, nei ég ætlaði að segja Sölvi Helgason!
Já það er undarlegt lýðræðið.
Árni Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 10:00
Ég sé að mér er farið að þykja óþarflega vænt um prentvillupúkann.
Árni Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.