Tölvan segir nei........

Frá því í fornöld eða 1985 hef ég haldið mig við rándýrar Steve Jobs tölvur allt til dagsins í dag. Það kostaði mig 1988 360 þúsund þá (vill ekki framreikna) lítill tölvukubbur með 512k minni og möguleikanum á 1400 k í viðbót ásamt nálaprentara. Síðan hef ég keypt 6 eða 7 makka í viðbót. Aldrei átt Bill Gates tölvu. Fyrr en ég ætlaði að blogga. Tölvan sagði nei. Mogginn sagði nei.Þannig að ég fékk son minn til að setja saman fyrir mig tölvu. Keypti kassa og eitthvað sem hann sagði að vantaði. Restin er vesælir afgangar frá honum. Síðan 1985 hef ég einu sinni lent í því að fá vírus inn á Makkana mína. Leysti það og hef bara verið brattur með þetta. En eftir að ég byrjaði að blogga hef ég þurft að hringja í strákinn annan hvern dag og spyrja: "Hvernig leysi ég þetta?" Ég er sannfærður um að þetta sé illa innrættum framsóknarmönnum með tölvukunnáttu um að kenna. Þeir eru allavega mjög sárir út í mig. Einhverja hluta vegna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband