8.5.2007 | 23:38
Ég á að skammast mín!
Eitthvað er ég að pirra Framsóknarmenn með skrifum mínum. Ég er sakaður um að vera ómálefnalegur, rökstuðning vanti við það sem ég segi, ég sýni ekki sanngirni gagnvart öllu því góða sem Framsókn hefur afrekað og svo mætti lengi telja. Eiginlega ætti ég bara að skammast mín!
Og þar sem ég er svona ljúfur og réttsýnn drengur ákvað ég að staldra við og velta fyrir mér hvort ég væri að vega ómaklega að þessum yfir 90 ára gömlum stjórnmálaflokki.
90 ára gömlum! Þarna liggur nefnilega hundurinn grafinn. Samvinnuhreyfingin, kaupfélögin og Framsóknarflokkurinn VORU með merkilegustu fyrirbærum fyrri parts síðustu aldar. En þau VORU það!
Það er engin hugsjón, hvorki samvinnuhugsjónin né nein önnur í dag á bak við þennan flokk en hugsjónin um völd. Að viðhalda járnkló sinni sem þeir hafa haft á íslenska embættiskerfið með helmingaskiptareglunni þar sem annar hver seðlabankastjóri kemur frá Framsókn, annar hver sýslumaður, annar hver dómari, stjórnarformaður Landsvirkjunar á móti sjálfstæðismanni í forstjórastól. Svona mætti lengi telja og ef ég hefði nennuna til þess gæti ég grafið upp mörg dæmi um þetta fyrirkomulag. Bara ef ég tæki mig til og færi í gegnum hverjir kosningastjórar þeirra hafa verið í síðastliðnum kosningum og hvaða embættum þeir gegni núna eða hvaða jarðir þeir hafa keypt af ríkinu hefði ég efni í ritgerð. MJÖG þykka ritgerð!
Gleggsta dæmið um starfshætti Framsóknar er 6.3% maðurinn sem ríkir yfir Reykjavík þó borgarstjórinn komi frá sjálfstæðisflokknum.
Ég er búinn að taka þá ákvörðun að halda áfram að skammast mín fyrir það sem ég á að skammast mín fyrir en skrif mín um Framsókn eru ekki í þeim stóra pakka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þú villt kalla það pirring að svara fyrir sig þá máttu kalla það pirring. Málið er að þú bullar og bullar um eitthvað sem þú hefur ekki hundsvit á. Hvernig villtu útskíra að Framsóknarflokkurinn ráði Reykjavík. Hvað veist þú um pólitískar skoðanir dómar, sýslumanna eða annarra. Málið er að það ert þú sem ert pirraður. Stjórnarandstaðan er pirruð og reynir að skjóta einhverjum púðurskotum af því að málefnastað þeirra er svo döpur. Ísland er allstaðar í topp fimm á listum bæði SÞ og OECD yfir lífsgæði og velferð. Þetta pirrar ykkur óskaplega og það pirrar ykkur óskaplega að af þeim sem taka afstöðu til þess hvaða ríkisstjórn þeir vilja eftir kosningar þá velja flestir sömu ríkisstjórn
Arnfinnur Bragason, 9.5.2007 kl. 23:18
Arnfinnur
Ég hef hvergi nefnt pirring í svörum mínum til þín. Og hverjir við erum veit ég ekki vegna þess að ég er ekki skráður í Samfylkinguna, vinstri græna eða neinn annan stjórnmálaflokk svo ég viti. Það hefur margt verið gert gott á síðastliðnum árum en áherslur þessarar ríkisstjórnar hafa bitnað á þeim lægst launuðustu, öldruðum og barnafólki.
Ég endurtek bara það sem ég sagði síðast við þig. Ég er tilbúinn til að rökræða um hlutina en þetta úlfur úlfur og pirringskjaftæði í þér hefur ekkert með rök eða alvöru málaflutning að gera. Og það að 6,3% maðurinn ykkar ráði Reykjavík felur einfaldlega í sér það sama og alltaf með Framsókn. Eruð þið ekki með miklu fleiri ráðherra en kjörfylgi ykkar segir til um. Hættu að ýlfra undan gagnrýni minni, hún á fullan rétt á sér.
Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.