Nýju föt keisarans og maðkétna mjölið

Við höfum nú við völd stjórn sem saumaði skjaldborg um heimili landsins eftir hrun úr sömu efnum og nýju föt keisarans voru gerð úr.

Stjórnarandstaðan samanstendur af grasrótarhreyfingu með 3 þingmenn og hrunamönnum Íslands með tvo silfurskeiðaerfðaprinsa í forsæti. Erfingja auðæfa áralangrar flokkshyglingar sem ekki má hrófla við.

Í gær mistókst þeim að knýja fram kosningar þar sem þeir í krafti  fjármagns gætu kannski sest aftur að kjötkötlum þeim sem þeir hafa verið áskrifendur að áratugum saman.

Þeir eru ekki trúverðugir leiðtogar fyrir þjóð sem er að uppgötva að spilling, flokkshyggja, foringjadýrkun, nýfrjálshyggja til einkavina og óhæfi íslenskrar stjórnsýslu og lagabókstafa hafa svipt hana tilverunni og heimili.

Þegar danskri einokunarverslun var komið á hér ákvörðuðu dömsku kaupmennirnir einhliða bæði verð maðkétna mjölsins sem þeir seldu og verðlag fisksins og lopapeysunnar sem bóndinn og bóndakonan lögðu fram sem greiðslu.

Fram að þeim tíma höfðum við Íslendingar verið rík í krafti auðlinda okkar.

Auðlindir okkar, fiskurinn og ullin urðu undirmálsgjaldmiðill.

Maðkétna mjölið gulls ígildi.

Þetta er að endurtaka sig!

Það er verið að troða ofan í okkur af stjórnvöldum, bankastofnunum, AGS, verkalýðshreyfingarþjófunum og samtökum atvinnulífsins að klúður þeirra, vanhæfni, hugsanlega glæpsamlegar aðgerðir eins og stöðutaka gagnvart krónunni séu eins og náttúruhamfarir.

Eitthvað sem verði bara að kyngja og sætta sig við maðkétna mjölið næstu áratugi.

Þetta er ekki satt!
Frekar en að bankastofnanir hafi gert sitt „ýtrasta“ til að leysa vanda „viðskiptavina“ sinna.

Bankarnir hugsa bara um eitt: GRÓÐA!

Samfélagslegt gildi þeirra hvarf þegar Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson í Samskip, Björgúlfur Thor og faðir hans fengu þá á silfurfati frá fyrrum einræðisherra Íslands.

Hér á Íslandi geysar borgarastyrjöld ekkert síður en í Jemen, Egyptalandi eða Sýrlandi.

Fólk lætur lífið þar fyrir byssukúlum. Hér fyrir eigin hendi í örvæntingu vegna úrræða- og vonleysis.

Örvæntingu vegna þess að einu svörin frá bankanum „þeirra“ eru borgaðu eða við berum þig út.

Örvæntingu vegna þess að ríkisstjórnin sem sagðist ætla að slá skjaldborg um heimilin og sjá til þess að fólk þyrfti ekki að maula tekex í öll mál, meinti það þannig að hún sá til þess að þú ættir ekkert heimili og hefðir ekki efni á tekexi.

Og skýrði þá aðgerð „norræna velferðarstjórn“!


Við stöndum frammi fyrir 2 kostum.

1. Að leyfa áfram stjórnmálaelítu Íslands með sín 4 andlit og einn skrokk að stjórna, deila og drottna. Dæla út bittlingum og gæðum til vina og vandamanna. Láta það afskipt að þeir og styrktaraðilar þeirra sæti rannsókn.

Vera í sömu ánauð og á dögum danskrar einokunar.

Vera þrælar í eigin landi í boði 4 flokksins, Deutsche Bank, vogunarsjóða og AGS.


2. Við getum sameinast og rekið þessa óværu af okkur. Úðað skordýraeitri í öll skúmaskot. Losað okkur við jakkalakka með flokkspólitíska frasa á takteinum. Losað okkur við frasapólitík fólks sem er eins og Barbie eða Action Jack dúkkur sem hægt er að toga í spotta á og upphefst þá lesturinn........ Það er óásættanlegt að eftir efnahagshrun séu stjórnmálamenn landsins enn staddir í Morfískeppni. Það eitt sýnir hversu óhæfa stjórnmálamenn við eigum.

Icesavekosningin sýndi svo berlega að þjóðin getur klofnað í afstöðu sinni.

Gott og vel. Það heitir lýðræði.

En við getum sameinast um eitt.
Við viljum öll réttlæti og sanngirni.

Í dag stendur það ekki til boða.

Ekki með svona þingmenn.

klovn_1076988.jpg


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu nokkuð hvar hún er þessi Útópía, landið sem Jóhanna og Steingrímur voru að segja okkur frá í gær?  Mig langar að komast þangað, því það virðist vera gott land þar sem allt er í góðu lagi, enginn spilling, enginn fátækt og hinir mestu stjórnvitringar við völd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 17:04

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég skal láta þig vita um leið og ég fæ að vita enda langar mig líka þangað!

Ævar Rafn Kjartansson, 14.4.2011 kl. 17:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega ég bíð spennt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband