Norrænt helferðareinelti.

Í nýjasta Fréttatímanum, öðru tveggja blaða landsins sem ekki er ritstýrt og stjórnað af hrungerendum voru 3 viðtöl sem ég las af athygli.

Um óskyld mál fannst mér. Eitt viðtalanna var við Jón Gnarr og Einar Örn úr Besta flokknum. Annað við Malin Brand. Bannfærða af vottum Jehóva fyrir að yfirgefa söfnuðinn og ætlast til þess að barnaníðingar innan hans sæti lögreglurannsókn. Þriðja var viðtal við Njörð P. Njarðvík.

Ég las þessi viðtöl og hugsaði með mér að kannski væri Fréttatíminn alvörublað. Síðan laust eldingu í kollinn á mér! Öll viðtölin snerust um réttlæti. Skynsemi. Sanngirni. Og einelti ráðandi afla gagnvart þessu sjálfsögðu kröfum.

Malin og Jón Gnarr sæta árásum og einelti fantanna sem vilja áfram ráða og stjórna með fautaskap, grimmd og guðlegri sannfæringu um yfirburði síns og sinna.

Eineltisaflanna sem telja sig eiga landið, auðlindirnar og þjóðina.

Aflanna sem sætta sig ekki við að grínari, hugrökk kona eða sigldur mannvinur ruggi græðgisfleyinu.

Ég gaf ekki mikið fyrir fyrstu tölublöð Fréttatímans. Þessi útgáfa sýndi að blaðið er á réttri leið.

Það sýndi líka hversu helsjúku samfélagi við búum í. Þar sem hrunvaldar og pólitískir meðjarmarar halda enn um alla tauma.

Jón Gnarr og Einar Örn segjast tilbúnir til að „pönkast“ í þessu ljóta eineltiskerfi staðnaðra flokksgilda.

Hversdagshetjan Malin Brand „Tunnar“ Votta Jehóva eins síns liðs þrátt fyrir útskúfun og væntanlegar fréttir um að vera ekki heil á geði og ótrúverðug.

Þannig vinna nefnilega ráðandi öfl.

Njörður verður þeim erfiðari. Enda virtur maður. Sennilega verður því reynt að þaga hann í hel.

Þessi 3 viðtöl eiga eitt sameiginlegt. Í þeim öllum felst krafa um sanngirni og réttlæti.

Gjaldþrot, eignamissir, skuldaánauð, atvinnuleysi vegna forsendubrests eða upploginna ráðgjafar bankanna og skaðans af gerðum þeirra teldust aldrei ásættanlegt í þjóðfélagi þar sem réttlæti og sanngirni er gert hátt undir höfði.

Þessar greinar og kröfur almennings snúast bara um það.

Réttlæti og sanngirni. 

Að rétt sé gefið í þjóðfélaginu og krónan sem þú skuldar og krónan sem þú þénar sé sami gjaldmiðillinn.

Það stendur ekki til boða hjá ríkisstjórn Norrænnnar helferðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Né eigendum Íslands: Deutschebank, lífeyrissóðanna eða bankanna sem ollu hruninu.

Eineltisfantarnir á skólalóðinni eru enn við sitt.

En dropinn holar steininn.

greidsluadlogun.jpg


mbl.is Bókaskrif leiddu til uppsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ævar, þakka þér fyrir góða grein, en ég get séð eina staðreynda villu hjá þér gamli vinur, það er þetta með hana Malin Brand, hún kom úr Votta Jehóva söfnuðinum, en þú skrifar Hvítasunnu söfnuður. Annars er ég sammála þér.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.11.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir þetta Helgi. Ég var með þetta rétt ofar í greininni og er búinn að lagfæra.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.11.2010 kl. 13:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilastur Ævar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2010 kl. 13:57

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert oft svo skemmtilega kjarnyrtur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.11.2010 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband